Upplýsingar um stjórnarkjör á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda 20. júní 2024 og hvaða gögnum ber að skila vegna framboða til setu í stjórn.

Lífeyrissjóður bænda auglýsir eftir framboðum í tvö sæti í aðalstjórn sjóðsins til þriggja ára, konu og karl eða tvær konur og tvö sæti í varastjórn til tveggja og þriggja ára, konu og karl.

Þeir sem gefa kost á sér þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og 6. gr. reglna fjármálaeftirlitsins nr. 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnar-manna lífeyrissjóða og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna samkvæmt framangreindum lögum, reglum fjármálaeftirlitsins og samþykktum sjóðsins.

  1. gr. laga nr. 129/1997:

Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar lífeyrissjóða skulu vera lögráða, fjárhagslega sjálfstæðir, hafa óflekkað mannorð og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þeir mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrotaskipti o.fl. eða ákvæðum laga er varða opinber gjöld, svo og sérlögum um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi. Stjórnarmenn skulu vera búsettir hér á landi, í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum. Fjármálaeftirlitið setur reglur um fjárhagslegt sjálfstæði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra.

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum mega ekki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann né vera starfsmenn eða endurskoðendur annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann. Stjórnarmenn lífeyrissjóðs mega ekki sinna lögmannsstörfum fyrir annan lífeyrissjóð. Starfsmönnum lífeyrissjóðs er ekki heimilt að sitja í stjórn hans.“

Í tilkynningu um framboð komi fram:

  • Almennar upplýsingar um frambjóðanda: Nafn, kennitala og heimilisfang.
  • Ferilskrá frambjóðanda og stutt kynning um frambjóðanda ásamt mynd til birtingar á vef sjóðsins, lsb.is.
  • Búsforræðisvottorð og afrit af sakavottorði. Hægt að sækja um á ISLAND.IS. Lífeyrissjóður bænda endurgreiðir útlagðan kostnað frambjóðenda vegna vottorðanna.
  • Yfirlýsing um að frambjóðandi hafi kynnt sér og uppfylli hæfisskilyrði 31. gr. laga nr. 129/1997 og sé reiðubúinn að gangast undir hæfismat fjármálaeftirlitsins.
  • Aðrar þær upplýsingar sem frambjóðandi telur að geti nýst kjörnefnd við að meta hæfi og hæfni hans til að gegna stjórnarstörfum.
  • Upplýsingar um hvort frambjóðandi gefi kost á sér í aðalstjórn og/eða varastjórn.

Framboðsfrestur er til og með 22. maí 2024.

Framboðum skal skilað á kjornefnd@lsb.is eða til skrifstofu sjóðsins, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík, merkt kjörnefnd.

Þegar kjörnefnd hefur staðfest kjörgengi frambjóðenda er framboð þeirra kynnt ásamt mynd  á heimasíðu sjóðsins www.lsb.is, þremur vikum fyrir aukaársfundinn.

Stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti.

Fyrirspurnir vegna stjórnarkjörs skal senda á kjornefnd@lsb.is

Kjörnefnd Lífeyrissjóðs bænda

Einar Ófeigur Björnsson

Vigdís Häsler

Ólafur K. Ólafs