UPPLÝSINGAR UM EINSTÖK RÉTTINDI

Upplýsingar um einstök réttindi má nálgast á sjóðfélagavef okkar. Þar má t.d. nálgast reiknivél sem sýnir hvaða áhrif frestun lífeyristöku hefur á mánaðarlegar greiðslur úr sjóðnum.

Skipting ellilífeyrisréttinda milli hjóna eða sambýlisfólks

Á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða geta hjón og sambýlisfólk gert með sér samning um skiptingu ellilífeyrisgreiðslna eða ellilífeyrisréttinda á milli sín að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Landssamtök lífeyrissjóða hafa gefið út bækling um þetta efni og er unnt að nálgast hann á Acrobat reader-formi á heimasíðu þeirra.

Umsókn um aðild maka bónda að Lífeyrissjóði bænda og skiptingu iðgjalda af búrekstri

Umsókn um aðild maka bónda að Lífeyrissjóði bænda og skiptingu iðgjalda af búrekstri

Ef maki bónda nýtur ekki launa vegna búrekstrar og stundar litla eða enga aðra atvinnu getur hann óskað eftir aðild að sjóðnum og bóndinn óskað eftir skiptingu iðgjalda sinna á milli þeirra í hæfilegum hlutföllum. Hlutur makans gengur þá til myndunar sjálfstæðra lífeyrisréttinda fyrir hann. Þetta er mjög mikilvægt fyrir þá maka bænda sem eru í þessari stöðu.

BÆKLINGUR UM SKIPTINGU ELLISLÍFEYRISRÉTTINDA HJÓNA

UPPLÝSINGARIT FRÁ LANDSSAMTÖKUM LÍFEYRISSJÓÐA

Landssamtök lífeyrissjóða hefur gefið út nýtt upplýsingarit um lífeyrismál. Ritið er fáanlegt á skrifstofum lífeyrissjóðanna og hjá Landssamtökum lífeyrissjóða og einnig er hægt að nálgast það á „Acrobat“formi á heimasíðu þeirra.