Rafrænt stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bænda fór fram dagana 21. – 28. ágúst þar sem átta buðu sig fram í fjögur sæti í stjórn sjóðsins fram að ársfundum sjóðsins 2024-2027. 

Í framboði voru Bjartur Thorlacius, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Einar Ófeigur Björnsson, Erla Hjördís Gunnarsdóttir, Halldór Frímannsson, Helgi Jóhannesson, Jóhann Már Sigurbjörnsson og Vigdís Häsler.

Þau sem fengu kjör til aðalstjórnar eru Einar Ófeigur Björnsson fram að ársfundi 2027, Vigdís Häsler fram að ársfundi 2026, Erla Hjördís Gunnarsdóttir fram að ársfundi 2025 og Jóhann Már Sigurbjörnsson fram að ársfundi 2024. Þau munu því sitja í aðalstjórn Lífeyrissjóðs bænda ásamt Guðrúnu Lárusdóttur, formanni stjórnar.

Bryndís Gunnlaugsdóttir hlaut fleiri atkvæði í stjórnarkjörinu en Jóhann Már Sigurbjörnsson, en á grundvelli reglna um kynjakvóta tekur Jóhann Már sæti í stjórninni.

Eitt framboð barst um eitt sæti í varastjórn fram að ársfundi 2025 frá Bjarti Thorlacius og var því sjálfkjörið í það sæti. Bjartur mun því sitja í varastjórn ásamt Oddnýju Steinu Valsdóttur.

Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík, fimmtudaginn 31. ágúst 2023 og hefst kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rafræna stjórnarkjörsins og tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.

LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA

F.h. kjörnefndar

Ólafur K. Ólafs

framkvæmdastjóri