RAFRÆNT stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bænda fer fram á sjóðfélagavef á vefsvæði sjóðsins www.lsb.is dagana 21. – 28. ágúst n.k. og eru átta í framboði um fjögur sæti í aðalstjórn sjóðsins.

Í framboði eru Bjartur Thorlacius, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Einar Ófeigur Björnsson, Erla Hjördís Gunnarsdóttir, Halldór Frímannsson, Helgi Jóhannesson, Jóhann Már Sigurbjörnsson og Vigdís Häsler.

Á vef sjóðsins www.lsb.is er kynning á frambjóðendunum.

Allir sjóðfélagar sem hafa greitt til Lífeyrissjóðs bænda og eiga hjá honum réttindi hafa atkvæðisrétt við stjórnarkjörið. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða íslykli. 

Sjóðfélögum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði kl. 9-14 virka daga á skrifstofu sjóðsins á meðan kosning stendur yfir.

Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík, fimmtudaginn 31. ágúst 2023 og hefst kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rafræna stjórnarkjörsins og tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.