Samningi við Init sagt upp og úttekt gerð á starfsháttum

Samningi við Init sagt upp og úttekt gerð á starfsháttum

Lífeyrissjóður bænda er aðili að Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) hf., sem á hugbúnaðarkerfið Jóakim, iðgjalda- og réttindakerfi, og er RL með útvistunarsamning við Init ehf. um rekstur kerfisins. Stjórn Reiknistofu lífeyrissjóða hf. hefur sent frá sér eftirfarandi...

read more
Niðurstöður ársfundar

Niðurstöður ársfundar

Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda var haldinn 28. maí 2021 að Stórhöfða 23, Reykjavík.   Á fundinum var lögð fram ársskýrsla sjóðsins vegna ársins 2020 og kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og...

read more
Ársskýrsla 2020 komin á vefinn

Ársskýrsla 2020 komin á vefinn

Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda var haldinn 28. maí 2021 að Stórhöfða 23, Reykjavík. Á fundinum var lögð fram ársskýrsla sjóðsins vegna ársins 2020, sem sjá má á eftirfarandi netslóð:   https://lsb.is/wp-content/uploads/2021/05/Arsskyrsla-2020.pdf  ...

read more

Úrdráttur úr samþykktum fyrir Lífeyrissjóð bænda

 

3. gr. – sjóðfélagar

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 12/1999 um Lífeyrissjóð bænda skulu allir bændur og makar þeirra sem starfa að búrekstri vera sjóðfélagar, þ.e. allir þeir sem stunda búrekstur samkvæmt atvinnugreinanúmerum 01 og 02 í atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT 95 (nema 01.4, 01,5 og 02.02). Maki sem ekki starfar að búrekstri og á ekki fulla aðild að öðrum lífeyrissjóði getur þó óskað eftir aðild að sjóðnum.

Launþegar í landbúnaði sem ekki eiga sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóði skulu vera sjóðfélagar. Bændur sem einnig hafa aðrar atvinnutekjur geta greitt iðgjald til sjóðsins sem launþegar af þeim tekjum.

Úrdráttur úr samþykktum fyrir Lífeyrissjóð bænda

  1. gr. – Sjóðfélagar

3.1. Sjóðfélagi er sá sem greitt er fyrir, greiðir eða hefur greitt iðgjald til lífeyrissjóðsins og á hjá honum réttindi.

3.2. Sjóðfélagar skulu vera allir bændur og makar þeirra sem starfa að búrekstri. Bóndi, þar með talinn aðili að félagsbúi, einkahlutafélagi eða öðru lögformlegu búrekstrarformi, telst sá er stundar búskap á lögbýli þar sem hann á lögheimili, og búrekstur fellur undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT 95, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.4, 01.5 og 02.02, enda hafi hann náð 16 ára aldri fyrir lok næsta almanaksmánaðar á undan.

3.3. Ef maki bónda er ekki aðili að búrekstri og á ekki sjálfsagða fulla aðild að öðrum lífeyrissjóði er sjóðstjórn skylt að veita honum aðild að þessum sjóði óski viðkomandi þess skriflega.

3.4. Heimilt er sjóðfélaga skv. gr. 3.2. og 3.7. sem greiðir iðgjald skv. gr. 9.1.að greiða iðgjald skv. gr. 9.2. af öðrum atvinnutekjum en búrekstri ef þessi störf veita ekki sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóði.

3.5. Launþegar, er starfa við landbúnað, skulu vera sjóðfélagar, enda hafi þeir náð 16 ára aldri fyrir lok næsta almanaksmánaðar á undan og eigi ekki sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóði.

3.6. Óheimilt er að neita manni um aðild að lífeyrissjóðnum á grundvelli heilsufars hans, aldurs, hjúskaparstöðu, fjölskyldustærðar eða kyns. Sé launamanni samkvæmt lögum skylt að vera félagi í öðrum lífeyrissjóði, veitir hlutaðeigandi starf ekki rétt til þátttöku í þessum sjóði.

3.7. Heimilt er stjórn sjóðsins að veita bændum, sem stunda búrekstur utan lögbýla svo og bændum sem ekki eiga lögheimili á bújörðum sínum, aðild að sjóðnum, enda sé um að ræða verulegan búrekstur, sem hlutaðeigandi hefur meiri hluta tekna sinna af. Þá getur sjóðstjórn heimilað sjóðsaðild mökum og sambúðaraðilum þeirra aðila, er um ræðir í þessari málsgrein.

3.8. Skylt er forsvarsmönnum lögaðila í landbúnaði; félagsbúa, einkahlutafélaga

eða annars lögformlegs búrekstrarforms að senda sjóðnum skriflega tilkynningu um, hverjir séu aðilar að búrekstrinum. Á sama hátt skulu allar breytingar í þessu efni tilkynntar sjóðnum jafnóðum og þær eiga sér stað.

3.9. Heimilt er að flytja iðgjöld og þar með réttindi sem þeim fylgja milli lífeyrissjóða þegar að töku lífeyris kemur. Aðild að sjóðnum fellur niður ef sjóðfélagi fær útborguð réttindi sín í einu lagi eða þau flytjast samkvæmt samskiptareglum lífeyrissjóða í annan lífeyrissjóð.