Lífeyrissjóður bænda

Lög og samþykktir
Lífeyrissjóður bænda var stofnaður með lögum nr. 101/1970 og tók til starfa 1. janúar 1971. Á árinu 1984 fékk sjóðurinn ný heildarlög, nr. 50/1984, og í kjölfar almennrar lagasetningar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lög nr. 129/19i97, voru sjóðnum sett ný heildarlög í mars 1999, lög nr. 12/1999, og tóku þau gildi 1. júlí 1999. Á sama tíma tóku gildi samþykktir fyrir sjóðinn. Með lögum nr. 66/2001 var gerð breyting á lögunum varðandi innheimtu iðgjalda. Með lögum nr. 140/2002 var afnumin skylduaðild þeirra maka bænda sem ekki starfa að búrekstri og jafnframt afnumin skipting iðgjalda milli hjóna/sambúðarfólks nema í þeim tilvikum sem bóndinn hefur óskað eftir skiptingu og makinn óskað eftir aðild að sjóðnum. Með lögum nr. 39/2005 var sjóðnum gert kleyft að taka upp aldurstengingu réttinda og hækka iðgjöld og mótframlög til sjóðsins. Þá voru með lögum nr. 78/2006 felld niður lífeyrisréttindaákvæði laganna þar sem lög un skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, kveða á um lífeyrisréttindin. Auk þess var um að ræða uppstokkun á lögunum til að gera þau skýrari og fjalla þau nú eingöngu um þau atriði sem hafa sérstöðu hjá sjóðnum svo sem varðandi sjóðsaðild, iðgjöld og innheimtu þeirra. Öll ákvæði um lífeyrisréttindi eru eftir sem áður í samþykktum fyrir sjóðinn. Nýjar samþykktir tóku gildi 1. janúar 2007 en með þeim var tekin upp blönduð réttindaávinnsla, þ.e. bæði aldurstengd og jöfn réttindi. Með lögum nr. 167/2006 var mótframlag í sjóðinn hækkað úr 6% í 8%.

Nýjustu samþykktir um sjóðinn voru staðfestar af fjármálaráðuneytinu 7. desember 2023 og tóku gildi 1. janúar 2024.

 

Lög um lífeyrissjóð bænda voru felld úr gildi 1. júlí 2018.

Frá og með 1. desember 2018 starfar Lífeyrissjóður bænda á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum og samþykktum er fyrir sjóðinn gilda.

 

Sjóðurinn lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

Endurskoðandi
KPMG annast ytri endurskoðun. Deloitte annast innra eftirlit fyrir sjóðinn.

Aðsetur
Aðsetur sjóðsins er Stórhöfði 23, 4. hæð, 110 REYKJAVÍK
Kennitala: 670172-0589
Sími: 563 1300 Netfang: lsb@lsb.is
Skrifstofa sjóðsins er opin frá 10 – 15 mánudaga til fimmtudaga og 10 – 14 á föstudögum september – maí og kl. 9 – 14 virka daga júní – ágúst.
Númer lífeyrissjóðsins er: 260

Stjórn og starfslið

Frá 31. ágúst 2023 er stjórn sjóðsins þannig skipuð:

Aðalmenn: Tilnefndir af:
Guðrún Lárusdóttir, formaður Kjörin á ársfundi sjóðsins 12. júní 2020 fram að ársfundi 2024.
Jóhann Már Sigurbjörnsson, varaformaður Kjörinn á aukaársfundi sjóðsins 31. ágúst 2023 fram að ársfundi 2024.
Einar Ófeigur Björnsson Kjörinn á aukaársfundi sjóðsins 31. ágúst 2023 fram að ársfundi 2027.
Erla Gunnarsdóttir Kjörin á aukaársfundi sjóðsins 31. ágúst 2023 fram að ársfundi 2025.
Vigdís Häsler Kjörin á aukaársfundi sjóðsins 31. ágúst 2023 fram að ársfundi 2026.
Varamenn: Tilnefndir af:
Oddný Steina Valsdóttir kjörin til fjögurra ára Kjörin á ársfundi sjóðsins 26. maí 2023 fram að ársfundi 2027.
Bjartur Thorlacius kjörinn til tveggja ára Kjörinn á aukaársfundi sjóðsins 31. ágúst 2023 fram að ársfundi 2025.

Endurskoðunarnefnd sjóðsins er þannig skipuð:

Jóhann Már Sigurbjörnsson johann@johann.is
Alexander Edvardsson alexander@hringras.is
Guðrún Lárusdóttir keldudalur@keldudalur.is

Starfslið sjóðsins er þannig skipað og netföng eru eftirfarandi:

Framkvæmdastjóri: Ólafur K. Ólafs olafur@lsb.is
Áhættustjóri: Borghildur Jónsdóttir borghildur@lsb.is
Lífeyris- og lánafulltrúi: Kristín Margrét Kristjánsdóttir kristin@lsb.is
Iðgjaldafulltrúi: Áslaug Jóhannsdóttir aslaug@lsb.is