Spurt og svarað um tilgreinda séreign

Spurt og svarað um tilgreinda séreign.

Hvaða munur er á tilgreindri séreign og valfrjálsum séreignarsparnaði?

Tilgreind séreign er ný tegund séreignarsparnaðar og á m.a. að auka sveigjanleika við starfslok. Hún er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu.

  • Sjóðfélögum gefst kostur á að ráðstafa að öllu leyti eða hluta því iðgjaldi sem er umfram 12% skylduframlag í svokallaða tilgreinda séreign. þ.e. allt að 2% af iðgjaldastofni frá 1. júlí 2017 en allt að 3,5% frá 1. júlí 2018.
  • Tilgreind séreign er greidd til þess lífeyrissjóðs sem lögbundinn lífeyrissparnaður greiðist til. Hvaða munur er á tilgreindri séreign og valfrjálsum séreignarsparnaði?
  • Tilgreinda séreign er ekki unnt að nota til í sérstök úrræði eins og að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
  • Hægt að byrja að taka út við 62 ára aldur.

Valfrjáls séreignarsparnaður er lífeyrissparnaður sem kemur til viðbótar lögbundnum lífeyrissparnaði. Hann er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu.

  • Þegar þú greiðir 2% eða 4% af launum í valfrjálsan séreignarsparnað greiðir atvinnurekandi 2% framlag á móti.
  • Valfrjálsan séreignarsparnað má greiða til hvaða lífeyrissjóðs sem er og hægt er að flytja sparnaðinn á milli lífeyrissjóða.
  • Valfrjálsan séreignarsparnað er unnt að nota í sérstök úrræði eins og skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa.
  • Hægt að byrja að taka út við 60 ára aldur.

Geta allir greitt í tilgreinda séreign? Já, hjá okkur geta allir greitt í tilgreinda séreign. Sjálfstæðum atvinnurekendum ber hins vegar engin skylda til að greiða í þennan viðbótarsparnað nema þeir séu að greiða til verkalýðsfélags og taka laun samkvæmt kjarasamningi á samningssviði ASÍ og SA um lífeyrismál.

Get ég valið frá hvaða tíma iðgjald á að fara í tilgreinda séreign? Iðgjaldi er ráðstafað í tilgreinda séreign frá þeim tíma sem sérstök tilkynning með upplýstu samþykki berst sjóðnum. Tilkynningin er ekki afturvirk. Ekki er hægt að flytja iðgjald sem þegar hefur verið ráðstafað í samtryggingu yfir í séreign.

Þarf ég að gera eitthvað ef ég vil ekki láta umframiðgjald renna í tilgreinda séreign? Nei. Ef engin tilkynning berst rennur hækkun iðgjalds sjálfkrafa í samtryggingu viðkomandi.

Þarf ég að tilkynna launagreiðanda ef ég vil greiða í tilgreinda séreign? Nei. Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð hækkar úr 8,5% í 10% þann 1. júlí 2017. Heildarframlag í lífeyrissjóð verður þá 14%.Þann 1. júlí 2018 hækkar lífeyrissjóðsiðgjald launagreiðenda svo um 1,5% til viðbótar og verður 11,5%. Heildarframlag í lífeyrissjóð verður þá 15,5%.

  • Launagreiðandi skilar framlagi sínu og launamanns til skyldutryggingarlífeyrissjóðs, þ.e. þess sjóðs sem móttekur 12% skylduiðgjald í dag.

Er hægt að nota tilgreinda séreign til húsnæðiskaupa eða lækkunar húsnæðislána? Nei. Ekki er hægt að nýta tilgreinda séreign í þeim tilgangi.

  • Lífeyrissjóðurinn gerir breytingar á ráðstöfun iðgjalds til samræmis við ákvörðun sjóðfélaga eins fljótt og kostur er og eigi síðar en tveimur mánuðum frá því að tilkynning berst með sannanlegum hætti.

Hvernig get ég valið að láta umframiðgjald ráðstafast í tilgreinda séreign? Sjóðfélagar sem það vilja geta sótt um það með því að fylla út sérstaka tilkynningu með upplýstu samþykki hjá sínum lífeyrissjóði. Annars rennur hækkun lífeyrisiðgjalds í samtryggingu hjá viðkomandi.

Hvert á að greiða tilgreinda séreign? Það á að greiða hana til Lífeyrissjóðs bænda. Það ber að greiða hana til þess lífeyrissjóðs sem lögbundinn lífeyrissparnaður greiðist til.

Ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila. 

Upplýsingar um ráðstöfun iðgjalds til annars vörsluaðila, með vísan til ákvæða laga, reglugerða og dreifibréfs FME frá 7. júlí 2017.

Samkomulag SA og ASÍ

Í samkomulagi milli ASÍ og SA, dags. 15. júní 2016 um framkvæmd á hækkun framlags atvinnurekanda í lífeyrissjóð á grundvelli samnings aðila frá 21. janúar 2016 er fjallað um útfærslu á hækkun mótframlags atvinnurekanda í lífeyrissjóð um 3,5 prósentustig, úr 8% í 11,5%. Þar kemur fram:

„Samningsaðilar eru sammála um að atvinnurekendur skuli undir öllum kringumstæðum skila bæði sínu framlagi og framlagi launamanns til skyldutryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns á grundvelli gildandi kjarasamninga ASÍ og SA frá 1969 og 1995, með síðari breytingum. Réttur launamanns til þess að ráðstafa hluta eða allri hækkuninni í bundna séreign er því gagnvart viðkomandi lífeyrissjóði og er atvinnurekanda óviðkomandi.“

Upplýsingar um ráðstöfun iðgjalds til annar vörsluaðila, með vísan til ákvæða laga, reglugerða og dreifibréfs FME frá 7. júlí 2017:

Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998 getur sjóðfélagi ákveðið að ráðstafa til þeirra  aðila sem tilgreindir eru í 8. gr. reglugerðarinnar (vörsluaðilar lífeyrissparnaðar) þeim hluta iðgjalds sem renna skal til tilgreindrar séreignar samkvæmt samþykktum Lífeyrissjóðs bænda.

Sjóðfélaga er heimilt að óska eftir því við Lífeyrissjóð bænda að iðgjald vegna tilgreindrar séreignar renni til annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar eins og þeir eru skilgreindir í 3. mgr. 8. gr. laga nr. 129/1997, með síðari breytingum. Í samræmi við ákvæði laganna skal greiðsla iðgjalds til þess vörsluaðila sem sjóðfélagi velur vera án endurgjalds.

Velji sjóðfélagi að ráðstafa séreignarhluta iðgjalds vegna lágmarkstryggingarverndar til annars lífeyrissjóðs eða annars vörsluaðila lífeyrissparnaðar en Lífeyrissjóðs bænda skulu um útborgun séreignarinnar gilda sömu reglur og gilda fyrir tilgreinda séreign samkvæmt 20. gr. samþykkta Lífeyrissjóðs bænda, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998.

Tilkynni sjóðfélagi ekki launagreiðanda eða Lífeyrissjóði bænda með hæfilegum fyrirvara hvert iðgjald það sem hann getur ráðstafað skuli renna skal það greiðslufært samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðsins, sbr. 5. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 391/1998.

Tilkynning til Lífeyrissjóðs bænda um ráðstöfun iðgjalds vegna tilgreindrar séreignar til annars vörsluaðila:

Form fyrir ráðstöfun á iðgjaldi til annars vörsluaðila verður aðgengilegt á vef Lífeyrissjóðs bænda fyrir ágústlok 2017.

Ef sjóðfélagi óskar eftir því að Lífeyrissjóður bænda greiði iðgjaldshluta hans sem renna á í tilgreinda séreign samkvæmt samþykktum sjóðsins til annars vörsluaðila er mikilvægt að hann skili til sjóðsins samningi þar um við vörsluaðila lífeyrissparnaðar sem hefur heimild til að taka á móti slíku iðgjaldi.

Spurt og svarað um tilgreinda séreign

Spurt og svarað um tilgreinda séreign

Hvaða munur er á tilgreindri séreign og valfrjálsum séreignarsparnaði? Tilgreind séreign er ný tegund séreignarsparnaðar og á m.a. að auka sveigjanleika við starfslok. Hún er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu. Sjóðfélögum gefst kostur á að ráðstafa að öllu...