Tillögur að breytingum á samþykktum Lífeyrissjóðs bænda á aukaársfundi 31. ágúst 2023.

 

Breytingar á 5. gr.  Stjórn og framkvæmdastjóri:

5.1. var:

5.1.       Stjórn sjóðsins skal skipuð fimm mönnum kjörnum á ársfundi sjóðsins til fjögurra ára í senn.  Einn stjórnarmaður skal kosinn á ári, í fyrsta sinn á ársfundi sjóðsins 2019 þó þannig að fjórða hvert ár skal kjósa tvo, í fyrsta sinn 2020. Varamenn í stjórn skulu vera tveir. Einn varamaður skal kosinn á ársfundi sjóðsins annað hvert ár til fjögurra ára í senn í fyrsta sinn á ársfundi sjóðsins 2019. Þó skal á ársfundi 2019 kjósa tvo varastjórnarmenn, annan til tveggja ára og hinn til fjögurra ára.  Tryggja skal að kynjahlutföll í stjórn og varastjórn séu í samræmi við ákvæði laga.  Þess skal gætt við stjórnarkjör að hverju sinni verði í stjórn fullnægjandi sérþekking á sviði fjármála-, rekstrar- og lagaumhverfis og skulu að minnsta kosti tveir stjórnarmanna vera þessum kostum búnir. Allir sjóðfélagar hafa jafnan atkvæðisrétt við stjórnarkjör.

Verður:

5.1.       Stjórn sjóðsins skal skipuð fimm mönnum kjörnum á ársfundi sjóðsins til þriggja ára í senn og þremur til vara.  Sjóðfélagar skulu ekki vera færri en tveir af fimm stjórnarmönnum hverju sinni.Tveir stjórnarmenn skulu kosnir árlega en þriðja hvert ár skal kjörinn einn stjórnarmaður. Einn varastjórnarmaður skal kjörinn árlega.

Stjórnarkjör skal byggja á gildandi sjóðfélagaskrá í lok síðasta mánaðar áður en stjórnarkjör fer fram. Sérstök þriggja manna kjörnefnd, sem skipuð skal af stjórn, skal sjá um framkvæmd stjórnarkjörs. Hún úrskurðar um lögmæti framboða. Framboðsfrestur rennur út fjórum vikum fyrir ársfund, eða aukaársfund þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Kjörnefnd skal kynna framboð og frambjóðendur til stjórnar á vefsvæði sjóðsins ekki síðar en þremur vikum fyrir ársfund. Ef stjórn ákveður að stjórnarkjörið sé rafrænt, þá skal hin rafræna kosning standa í sjö daga og vera lokið a.m.k. tveimur dögum  fyrir ársfund. Á þeim tíma skulu sjóðfélagar eiga þess kost að greiða atkvæði á skrifstofu sjóðsins á venjubundnum afgreiðslutíma hans eða með rafrænum hætti á grundvelli rafrænna skilríkja sinna, eða með íslykli. Að öðrum kosti fer stjórnarkjörið fram á ársfundi sjóðsins, eða á aukaársfundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá.

Ef ekki berast framboð til stjórnar innan framboðfrests, þannig að stjórn verði fullskipuð, skal stjórn auglýsa nýjan framboðsfrest sem skal ljúka þremur vikum fyrir ársfund, eða aukaársfund þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Stjórn skal í því tilviki tilkynna um frambjóðendur og kynna þá á heimasíðu sjóðsins svo fljótt sem mögulegt er, en þó aldrei síðar en tveimur vikum fyrir ársfund, eða aukaársfund þar sem stjórnarkjör er á dagskrá.

 Allir sjóðfélagar hafa jafnan atkvæðisrétt við stjórnarkjör. Um stjórnarkjör gilda reglur um meirihlutakosningu, þannig að hver kjósandi geti kosið allt að þeim fjölda frambjóðenda sem kjósa á hverju sinni. Þeir teljast rétt kjörnir sem flest atkvæði fá, þó að gættum reglum um kynjakvóta. Kynjahalli í aðalstjórn skal leiðréttur í kynjahalla í varastjórn.

Ný grein 5.1.1:

5.1.1.    Stjórnarmaður getur hvenær sem er sagt starfi sínu lausu. Tilkynningu þar um skal hann senda stjórn og/eða framkvæmdastjóra sjóðsins með sannanlegum hætti.

 

Ný grein 5.1.2:

5.1.2.    Verði stjórnarmaður vanhæfur til setu í stjórn og uppfylli hann þar með ekki lengur skilyrði gr. 5.2. og 31. gr. laga nr. 129/1997 um hæfi stjórnarmanna, skal honum gert skylt að tilkynna það til stjórnar og segja starfa sínum lausum. Við þær aðstæður, og aðstæður samkvæmt gr. 5.14. skal sá varamaður sem lengst hefur setið taka sæti hans að teknu tilliti til kynja- og sjóðfélagakvóta og sitja þann tíma sem eftir er af kjörtímabilinu. Í þeim tilvikum þar sem enginn varamaður er til að koma í stað stjórnarmanns er stjórn einungis skylt að efna til stjórnarkjörs ef stjórn er ekki ákvörðunarbær. Stjórnarmaður skal þó kjörinn í hið lausa stjórnarsæti eigi síðar en á næsta ársfundi. Verði sjóðurinn án ákvörðunarbærrar stjórnar skal stjórnarkjör fara fram eins fljótt og auðið er. Ef stjórnarkjör fer fram á grunni þessarar heimildar skal viðkomandi stjórnarmaður kosinn til sama kjörtíma og átti við um þann stjórnarmann sem gengið hafði úr stjórn. 

 

Breytingar á 6. gr.  Ársfundur:

6.1. var:

6.1.        Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu á ársfundi sjóðsins með málfrelsi og tillögurétti.

Verður:

6.1.        Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu á ársfundi sjóðsins með málfrelsi og tillögurétti. Hver sjóðfélagi fer með eitt atkvæði á fundinum.

 

Breytingar á 10. gr.  Iðgjöld:

10.1.3. var:

10.1.3.  Iðgjald bænda og annarra sjálfstæðra atvinnurekenda (sjóðfélaga) til samtryggingar skal ekki vera lægra en 12% af launatekjum.

Verður:

10.1.3.  Iðgjald bænda og annarra sjálfstæðra atvinnurekenda (sjóðfélaga) skal ekki vera lægra en 15,5% af

 

10.1.5. var:

10.1.5.  Á móti iðgjaldi sjóðfélaga skal greitt mótframlag, sem skal ekki vera lægra en 8% af iðgjaldsstofni, sbr. gr. 10.1.1.  Mótframlagið skal greitt af sjóðfélaga samhliða iðgjaldi.

Verður:

10.1.5.  Á móti iðgjaldi sjóðfélaga skal greitt mótframlag, sem skal ekki vera lægra en 11,5% af iðgjaldsstofni, sbr. gr. 10.1.1.  Mótframlagið skal greitt af launagreiðanda samhliða iðgjaldi.

10.2.1. var:

10.2.1.  Iðgjald launþega, sem er sjóðfélagi skal vera skv. kjara- eða ráðningarsamningi, ekki lægra en 12% af launatekjum sjóðfélaga, sem tilgreind eru í gr. 10.3. og 10.4. frá fyrsta næsta mánaðar eftir að 16 ára aldri er náð og til loka þess almanaksmánaðar er 70 ára aldri er náð.  Telst ekki lægra en 4% vera iðgjald sjóðfélaga og ekki lægra en 8% vera framlag atvinnuveitanda.

Verður:

10.2.1.  Iðgjald launþega, sem er sjóðfélagi skal vera skv. kjara- eða ráðningarsamningi, ekki lægra en 15,5% af launatekjum sjóðfélaga, sem tilgreind eru í gr. 10.3. og 10.4. frá fyrsta næsta mánaðar eftir að 16 ára aldri er náð og til loka þess almanaksmánaðar er 70 ára aldri er náð. Telst ekki lægra en 4% vera iðgjald sjóðfélaga og ekki lægra en 11,5% vera framlag atvinnuveitanda.

Breytingar á 25. gr.  Breytingar á samþykktum:

25.1. var:

25.1.     Tillögur sjóðfélaga um breytingar á samþykktum þessum má því aðeins taka fyrir, að þær hafi borist stjórn sjóðsins a.m.k. fyrir 15. janúar ár hvert. Stjórn sjóðsins skal minnst tveimur vikum fyrir ársfund kynna á vefsvæði sjóðsins tillögur um breytingu samþykkta ef þær leiða ekki af gildandi lögum eða reglum. kynna .  Tillögurnar skulu kynntar á ársfundi og skal þeirra getið í fundarboði.  Ennfremur skulu þær liggja frammi á skrifstofu sjóðsins í tvær vikur fyrir ársfund og það auglýst þannig að sjóðfélögum gefist kostur á að koma að athugasemdum á ársfundi.

Verður:

25.1.     Til breytinga á samþykktum þessum þarf 2/3 greiddra atkvæða á ársfundi.

Tillögur sjóðfélaga og/eða stjórnar um breytingar á samþykktum þessum má því aðeins taka fyrir, að þær hafi komið fram a.m.k. fjórum vikum fyrir ársfund. Stjórn sjóðsins skal minnst tveimur vikum fyrir ársfund kynna á vefsvæði sjóðsins tillögur um breytingu samþykkta . Tillögurnar skulu lagðar fram á ársfundi til samþykktar eða synjunar og skal þeirra getið í fundarboði.  Ennfremur skulu þær liggja frammi á skrifstofu sjóðsins í tvær vikur fyrir ársfund og þær auglýstar þannig að sjóðfélögum gefist kostur á að koma að athugasemdum á ársfundi.

 

25.2. var:

25.2.     Breytingar á samþykktum þessum, sem kynntar hafa verið á ársfundi, skulu teknar fyrir á næsta fundi stjórnar sjóðsins.  Þær öðlast því aðeins gildi að þær hafi verið samþykktar af einföldum meirihluta stjórnarmanna og gildir jafn atkvæðisréttur.   Breytingar skulu hljóta staðfestingu fjármálaráðuneytis.

Verður:

25.2.     Breytingar á samþykktum þessum, sem samþykktar hafa verið á ársfundi, öðlast því aðeins gildi að þær hafi hlotið staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

 

Breytingar á 26. gr.  Gildistaka:

26.1. var:

26.1.     Samþykktir þessar með breytingum sem kynntar voru á ársfundi 3. júní 2022  og koma í stað fyrri samþykkta frá 28. september 2018.  Samþykktirnar taki gildi fyrsta dag næsta mánaðar að fenginni staðfestingu fjármála- og efnahags-ráðuneytisins.    Nýjar réttindatöflur gilda frá og með  1. janúar 2023.

Verður:

26.1.     Samþykktir þessar með breytingum sem kynntar eru á aukaársfundi 31. ágúst 2023  koma í stað fyrri samþykkta frá 3. júní 2022.  Samþykktirnar taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar að fenginni staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.    Réttindatöflur gilda frá og með  1. janúar 2023.

Ákvæði til bráðabirgða.

Kjörtímabil stjórnar breytist úr fjórum árum í þrjú gr. 5.1. Þegar kjörtímabili núverandi stjórnarmanna lýkur skal kosið í þeirra stað til þriggja ára þó þannig að þegar kjörtíma-bili þess stjórnamanns sem nú situr og lýkur 2027 skal kosið í hans stað til eins árs og ári síðar til þriggja ára.

Í grein 5.1. er ákvæði um að 2 af 5 stjórnarmönnum skuli vera sjóðfélagar.  Í þeim tilvikum sem framboð eru frá sjóðfélaga annars vegar og ekki sjóðfélaga hins vegar og ákvæðið um að sjóðfélagar skuli að lágmarki vera tveir af fimm hefur ekki verið uppfyllt, skal velja sjóðfélagann þrátt fyrir að atkvæði leggist þannig að sjóðfélaginn hljóti færri atkvæði.