Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík, fimmtudaginn 31. ágúst 2023 og hefst kl. 11:00.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður rafræns stjórnarkjörs og tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.

Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 21. – 28. ágúst n.k. á vef sjóðsins  www.lsb.is. Allir sjóðfélagar hafa jafnan atkvæðisrétt við stjórnarkjörið. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða íslykli.  Sjóðfélögum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði kl. 9-14 virka daga á skrifstofu sjóðsins á meðan kosning stendur yfir.

Framboðsfrestur er til og með 3. ágúst 2023.

Kosið verður rafrænt um fjögur sæti í aðalstjórn og eitt sæti karls í varastjórn.

Framboðum skal skilað á kjornefnd@lsb.is eða til skrifstofu sjóðsins, merkt kjörnefnd. Með framboði skal koma stutt kynning um frambjóðanda ásamt mynd til birtingar á vef sjóðsins, www.lsb.is. Sjá nánari upplýsingar um stjórnarkjörið á vef sjóðsins og hvaða gögnum ber að skila vegna framboða til setu í stjórn sjóðsins.

Um hæfisskilyrði stjórnarmanna vísast til 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Tillögur um breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs bænda eru kynntar á  vef sjóðsins, www.lsb.is.

LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA

Stórhöfða 23 –  110 Reykjavík

S. 563 1300 – lsb@lsb.is  –  www.lsb.is