SJÓÐFÉLAGALÁN

Umsóknir sendist á netfangið: lsb@lsb.is. Undirbúningur lánveitinga og söfnun upplýsinga er hjá Lífeyrissjóði bænda en innheimta lánanna er í Arion banka.  Frumrit gagna, umsókn ásamt fylgiskjölum, þurfa að berast Lífeyrissjóði bænda, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík, s. 563 1300.

 

LÁNAREGLUR

Lánamöguleikar og vaxtakjör lána

Upplýsingar um greiðslujöfnun

UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ

Umsóknir sendist á netfangið: lsb@lsb.is. Undirbúningur lánveitinga og söfnun upplýsinga er hjá Lífeyrissjóði bænda en innheimta lánanna er í Arion banka.  Frumrit gagna, umsókn ásamt fylgiskjölum þurfa að berast Lífeyrissjóði bænda, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík, s. 563 1300.

Lánsumsókn: Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað í prentvænni útgáfu. LÁNSUMSÓKN

                           Hér er hægt að nálgast lánsumsókn á rafrænu formi: Rafræn Lánsumsókn

Fylgigögn með lánsumsókn: SAMÞYKKI FYRIR ÖFLUN OG NOTKUN LÁNSHÆFISMATS

Allar umsóknir og beiðnir vegna lána, þar á meðal vegna skilmálabreytinga, útgáfu veðleyfa og skuldaraskipta eru afgreiddar hjá Lífeyrissjóði bænda, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík, s. 563 1300.

Umboð: Umboðum þarf að skila í tvíriti, þar af öðru á löggiltan pappír vegna þinglýsingar.
Athugið að undirritun skal ekki vera með svörtu bleki.

Umboð Pdf skjal
Umboð rafrænt Umboð rafrænt
Greiðslumark Pdf skjal
Greiðslumark rafræn umsókn Sala greiðslumarks rafræn umsókn
Nafnabreyting Pdf skjal
Samkomulag um nýjan greiðanda láns Samkomulag um nýjan greiðanda rafrænt
Úrsögn úr greiðslujöfnun Pdf skjal
Úrsögn úr greiðslujöfnun rafrænt
Úrsögn úr greiðslujöfnun rafrænt

 

GREIÐSLUERFIÐLEIKAÚRRÆÐI
Greiðsluerfiðleikaúrræði:

Lífeyrissjóður bænda býður upp á ýmis úrræði vegna greiðslu sjóðfélagalána svo sem fjölgun eða fækkun gjalddaga, frestun afborgana, greiðslujöfnun og lengingu lánstíma, allt eftir ákvörðun stjórnar sjóðsins hverju sinni. Sjóðfélagi getur óskað eftir greiðsluerfiðleikaúrræðum í útibúum Arion banka, sem áframsendir erindið til lífeyrissjóðsins:

  • Frestur afborgana: Sjóðfélagi getur sótt um til Arion banka skilmálabreytingu sjóðfélagalána í vanskilum. Samþykki stjórn skilmálabreytinguna eru vanskil þá lögð við höfuðstól (uppreiknaðar eftirstöðvar) og næsti gjalddagi er settur eftir allt að 1 ár. Sjóðfélagar greiða vexti á því tímabili.

Með frestun á greiðslu afborgana af höfuðstól og vöxtum í tiltekinn tíma (frystingu) er átt við, að þeim greiðslum, sem hefði átt að inna af hendi á tímabilinu samkvæmt upprunalegum skilmálum, er bætt við höfuðstól lánsins. Þetta þýðir í raun að ekkert er greitt af höfuðstól lánsins á frestunartímanum og vöxtum tímabilsins er bætt við höfuðstólinn. Ef upprunalegur gjalddagafjöldi lánsins er látinn halda sér er óhjákvæmilegt að greiðslur lánsins hækki eftir að frestunartímanum lýkur, því bæði er, að höfuðstóllinn greiðist með færri greiðslum en upphaflega var áætlað auk þess sem vextir lánsins á frestunartímanum hafa bæst við höfuðstólinn. Þótt lánið verði lengt sem svarar frestunartímanum, þ.e. jafn mörgum gjalddögum bætt við lánstímann og nemur þeim gjalddögum, sem átti að greiða á frestunartímanum, hækka greiðslurnar að honum loknum vegna þess að höfuðstóllinn hefur hækkað sem nemur vöxtum tímabilsins. Frestun afborgana getur varað í 6 – 12 mánuði ef um er að ræða sérstakar aðstæður lánþega. Hægt er að fresta bæði afborgunum af höfuðstól og afborgunum vaxta.

  • Lenging lánstíma: Sjóðfélagi getur óskað eftir að lengja lánstíma, þó aldrei meira en til 40 ára. og létt þannig á greiðslubyrði sinni.
  •  
  • Fjölgun eða fækkun gjalddaga: Sjóðfélagi getur sótt um skilmálabreytingu sem felur í sér að gjalddögum innan árs er fjölgað eða fækkað.

Þeir sem eru með færri en 12 gjalddaga á ári geta fjölgað þeim upp í 12 kjósi þeir lægri og örari afborganir. Aðrir kjósa að taka lán með færri gjalddögum. En það nýtist helst þeim sem eru með hlutfallslega góðar en óreglulegar tekjur. Þegar valið er að hafa fáa gjalddaga á ári ber að hafa í huga hvað stakar afborganir geta orðið þungar, en það getur þó jafnast út sé lánþegi í greiðsludreifingu.

Verðskrá sjóðfélagalána LSB fylgir almennri verðskrá Arion banka

Fylgigögn með lánsumsókn:

    • Nýtt veðbókarvottorð
    • Nýjar eftirstöðvar áhvílandi lána
    • Yfirlit yfir aðrar skuldir og afrit af tryggingabréfum ef við á
    • Rekstraráætlun frá búnaðarsambandi eða ráðunaut eða mat á greiðslugetu frá viðskiptabanka
    • Afrit af síðasta skattframtali ásamt landbúnaðarframtali

Lánaútreikningur