LÁNAMÖGULEIKAR & VAXTAKJÖR

Umsóknir sendist á netfangið: lsb@lsb.is. Undirbúningur lánveitinga og söfnun upplýsinga er hjá Lífeyrissjóði bænda en innheimta lánanna er í Arion banka.  Frumrit gagna, umsókn ásamt fylgiskjölum þurfa að berast Lífeyrissjóði bænda, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík, s. 563 1300.

Hægt er að sækja lánsumsóknina hér. 

Verðskrá sjóðfélagalána LSB fylgir almennri verðskrá Arion banka.  Sækja verðskrá.

Nýjungar í lánamálum hjá Lífeyrissjóði bænda 2017
Á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins 24. nóvember 2017 var samþykkt að bjóða nýjan vaxtaflokk verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum vegna kaupa á íbúðarhúsnæði í þéttbýli á 3,5% vöxtum. Veðhlutfall allt að 75% af metnu markaðsverði íbúðarhúsnæðis lántaka í þéttbýli. Til grundvallar metnu markaðsvirði liggur það sem lægst er; verð í nýlegum kaupsamningi, fasteignamat eða verðmat löggilts fasteignasala. Gerð er krafa um 1. veðrétt. Gildir frá og með 1. desember 2017.

Nýjungar í lánamálum hjá Lífeyrissjóði bænda 2015
Á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins 3. mars 2015 var samþykkt að gefa kost á lánum með mismunandi greiðslufyrirkomulagi, lán með jöfnum greiðslum eða lán með jöfnum afborgunum. Einnig var samþykkt að heimila að greiða eingöngu vexti í allt að fjögur ár frá lántökudegi. Fram kemur í lánareglum sjóðsins að heimilt er að greiða eingöngu vexti í allt að fjögur ár frá lántökudegi að vali lántaka ef lánstími er a.m.k. til 25 ára, í þrjú ár ef lánstími er a.m.k. 20 ár, í tvö ár ef lánstími er 15 ár og í eitt ár ef lánstími er 10 ár. Með eingöngu vaxtagjalddaga í byrjun lánstíma og vali á jafngreiðsluláni, léttir á greiðslum á fyrri hluta lánstímans þegar greiðslubyrði ætti að vera sem léttust, einkum þegar fjármögnuð eru stór kaup, meðal annars við nýliðun í landbúnaði. Vextir hjá sjóðnum eru þeir sömu hvort heldur sem lánið er til fasteigna- eða jarðakaupa- eða kaupa á rekstrartækjum. Ætíð er um veðlán að ræða í heildarjörð sjóðfélagans.

LSB býður óverðtryggð lán fyrstur lífeyrissjóða
Lífeyrissjóður bænda hefur ákveðið að bjóða sjóðfélögum upp á óverðtryggð lán, fyrstur lífeyrissjóða á landinu. Um er að ræða veðlán hámarkslánsfjárhæð tíu milljónir króna með lánstíma til allt að fimm ára Með óverðtryggðum skammtímalánum er verið að koma til móts við sjóðfélaga um aukna möguleika til að fjármagna smærri framkvæmdir á styttri lánum en verið hefur.
Vextir lánanna taka mið af vöxtum óverðtryggðra lána sem Seðlabanki Íslands birtir, auk álags sem ákveðið er af stjórn sjóðsins, nú þrjú prósentustig.

Stjórn Lífeyrissjóðs bænda ákvað eftirfarandi á fundi sínum 24. nóvember 2017 með gildistöku 1. desember 2017:  Lækkun vaxtaálags á grunn óverðtryggðra lána, þ.e. lægstu vextir óverðtryggðra lána sem Seðlabanki Íslands birtir úr 3 prósentustigum í 1,25% álag og munu vextir sjóðsins lækka úr 8,6% í 6,85%

LSB býður verðtryggð lán með breytilegum og föstum vöxtum
Á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins 25. febrúar 2011 var samþykkt að gefa sjóðfélögum kost á verðtryggðum lánum með ákvæðum um fasta vexti en fram til þessa hafa öll verðtryggð lán verið með breytilegum vöxtum.
Á stjórnarfundi þann 10. nóvember 2014 var samþykkt að breyta vöxtum þannig að vextir nýrra lána með ákvæðum um fasta vexti verða 4,3% og breytilegir vextir lána sjóðsins verða 3,85%, með gildistöku 15. desember 2014. Breytilegir vextir eldri lána taka sömu breytingum

Hámarkslán
Á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins 28. febrúar 2013 var samþykkt að hámarkslán verði framvegis 30.000.000. Ekkert hámark er á lánveitingu gegn 1sta veðrétti að uppfylltum öðrum skilyrðum í lánareglum sjóðsins

Vextir sjóðfélagalána

1. Vextir verðtryggðra lána vegna kaupa á íbúðarhúsnæði í þéttbýli með breytilegum vöxtum
Vextir verðtryggðra lána íbúðarhúsnæðis í þéttbýli með breytilegum vöxtum frá 1. desember 2017…. 3,50%
2. Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum
Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 1. júlí 2017…. 4,10%
Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. desember 2014…. 3,85%
Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. mars 2013………… 3,75%
Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. apríl 2012…………. 4,50%
Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. nóvember 2009…. 5,00%
Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. ágúst 2009…. 5,05%
3. Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum
Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum frá 15. desember 2014…. 4,3%
4. Vextir óverðtryggðra lána
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. október 2021………………………………
4,90%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. júlí 2021……………………………..
4,70%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. janúar 2021……………………………..
4,55%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. júlí 2020……………………………..
4,75%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. júní 2020……………………………..
5,25%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. maí 2020……………………………..
5,29%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. apríl 2020……………………………..
6,15%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. febrúar 2020……………………………..
6,20%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. janúar 2020……………………………..
6,30%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. nóvember 2019……………………………..
6,45%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. október 2019……………………………..
6,55%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. ágúst 2019……………………………..
6,65%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. júlí 2019……………………………..
6,85%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. desember 2018……………………………..
7,25%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. júní 2018……………………………..
7,00%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. desember 2017……………………………..
6,85%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. nóvember 2017……………………………..
8,60%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. ágúst 2017……………………………..
8,85%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. júlí 2017……………………………..
9,10%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. mars 2017……………………………..
9,35%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. október 2016……………………………..
9,55%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. desember 2015…………………………. 10,05%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. nóvember 2015…………………………. 10,00%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. október 2015…………………………….. 9,60%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. ágúst 2015……………………………….. 9,10%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. febrúar 2015…………………………….. 9,00%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. desember 2014……..…………………. 9,50%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. janúar 2013………………..…………….. 9,75%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. ágúst 2012………………………………. 9,40%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. júlí 2012………………………………….. 9,15%
Vextir óverðtryggðra lána frá 1. maí 2012………………………………… 8,65%
Vextir óverðtryggðra lána til 30. apríl 2012………………………………… 8,40%

Upplýsingar um lánsfjárhæðir, lánstíma, veðkröfur o.fl. má sjá í lánareglum sjóðsins. Lánareglur