LÁNAMÖGULEIKAR & VAXTAKJÖR

Umsóknir sendist á netfangið: lsb@lsb.is.

Undirbúningur lánveitinga og söfnun upplýsinga er hjá Lífeyrissjóði bænda en innheimta lánanna er í Arion banka.

Frumrit gagna, umsókn ásamt fylgiskjölum þurfa að berast Lífeyrissjóði bænda, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík, s. 563 1300.

Hægt er að sækja lánsumsóknina á pappírsformi hér. 

Hægt er að sækja um lán rafrænt hér: Rafræn Lánsumsókn

Verðskrá sjóðfélagalána LSB fylgir almennri verðskrá Arion banka.  Sækja verðskrá.

Tegundir lána, lánsfjárhæð, lánstími og kjör
a. Tvær tegundir verðtryggðra lána samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með ákvæði um breytilega vexti og fasta vexti.
b. Mismunandi vextir og veðkröfur eru vegna fjármögnunar:
Íbúðarhúsnæðis í þéttbýli,
íbúðarhúsnæðis utan þéttbýlis,
jarðeigna og atvinnutengdrar starfsemi, atvinnuhúsnæðis og tækjakaupa og
sérhæfðs húsnæðis.
c. Vextir vegna fjármögnunar íbúðalána í þéttbýli eru 3,5%.
d. Vextir vegna fjármögnunar íbúðalána í dreifbýli, fjármögnunar jarðeigna og atvinnutengdrar starfsemi, atvinnuhúsnæðis og tækjakaupa og sérhæfðs húsnæðis eru 4,1% með ákvæði um breytilega vexti og 4,3% með ákvæði um fasta vexti.
e. Hámarkslán er 120 milljónir króna og lágmarkslán er ein milljón króna.
f. Lánað er gegn fyrsta veðrétti.
g. Lánstími er 5 til 40 ár. Gjalddagar eru 6 til 12 á ári.
h. Lán með ákvæðum um breytilega vexti er heimilt að greiða upp að hluta eða öllu leyti án uppgreiðslugjalds. Þóknun vegna uppgreiðslu láns með ákvæði um fasta vexti miðast við skilmála skuldabréfsins og gildandi lög á hverjum tíma.
i. Hægt er að velja lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum vaxta og höfuðstóls (jafngreiðslulán), sem taka breytingum í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.
j. Lántökugjald er 1,2% af lánsfjárhæð, að undanskildum neytendalánum, þ.e. húsnæðislánum, þá er lántökugjald föst fjárhæð, 70.000 kr., án tillits til fjárhæðar.
k. Lántakanda ber að greiða lántökugjald og kostnað við útgáfu skuldabréfs. Einnig ber lántakanda að greiða innheimtukostnað banka.

 

Vextir sjóðfélagalána

1. Vextir verðtryggðra lána vegna kaupa á íbúðarhúsnæði í þéttbýli með breytilegum vöxtum  
  Vextir verðtryggðra lána íbúðarhúsnæðis í þéttbýli með breytilegum vöxtum frá 1. desember 2017…. 3,50%
2. Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum  
  Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 1. júlí 2017…. 4,10%
  Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. desember 2014…. 3,85%
  Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. mars 2013………… 3,75%
  Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. apríl 2012…………. 4,50%
  Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. nóvember 2009…. 5,00%
  Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum frá 15. ágúst 2009…. 5,05%
     
3. Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum  
  Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum frá 15. desember 2014…. 4,3%
     

Nánari upplýsingar um lánsfjárhæðir, lánstíma, veðkröfur o.fl. má sjá í lánareglum sjóðsins. Lánareglur