Vextir verðtryggðra lána hjá Lífeyrissjóði bænda hækka um 0,25 prósentustig frá og með 1. apríl n.k.

Vextir sjóðsins verða eftir breytingu:

Breytilegir vextir verðtryggðra lána í viðskiptum með íbúðarhúsnæði í þéttbýli 3,75%.

Vextir verðtryggðra lána í viðskiptum með jarðeignir án bústofns, greiðslumarks og vélakosts, íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis og sérhæft húsnæði verða 4,35% með ákvæði um breytilega vexti og 4,55% með ákvæði um fasta vexti.

Vaxtahækkun vegna nýrra lána tekur gildi 1. apríl n.k.,  en vaxtahækkun vegna eldri lána tekur gildi 1. maí n.k.

Upplýsingar um vexti og lánakjör má finna hér.