Vextir verðtryggðra lána hjá Lífeyrissjóði bænda hækka um 0,25 prósentustig frá og með 1. apríl n.k.
Vextir sjóðsins verða eftir breytingu:
Breytilegir vextir verðtryggðra lána í viðskiptum með íbúðarhúsnæði í þéttbýli 3,75%.
Vextir verðtryggðra lána í viðskiptum með jarðeignir án bústofns, greiðslumarks og vélakosts, íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis og sérhæft húsnæði verða 4,35% með ákvæði um breytilega vexti og 4,55% með ákvæði um fasta vexti.
Vaxtahækkun vegna nýrra lána tekur gildi 1. apríl n.k., en vaxtahækkun vegna eldri lána tekur gildi 1. maí n.k.