Rafræn útgáfa ársskýrslu Lífeyrissjóðs bænda má sjá á eftirfarandi slóð: Ársskýrsla LSB 2019

 

Á bls. 6 í ársskýrslu sjóðsins er ávarp formanns stjórnar sem birt er í heild í meðfylgjandi skjali, kemur fram í upphafsorðum:

  • Mikill vöxtur varð á hreinni eign Lífeyrissjóðs bænda til greiðslu lífeyris á árinu 2019, var  37,2 milljarðar króna í árslok, hækkaði um 3,3 milljarða króna eða 9,6%.
  • Hrein nafnávöxtun eignasafnsins var 12,6% sem samsvarar 9,6% raunávöxtun.
  • Geysilega há ávöxtun 2019, sú næsthæsta í sögu sjóðsins, kom einkum fram í miklum hækkunum á gengi innlendra og erlendra hlutabréfa auk þess sem innlend skuldabréf skiluðu góðri ávöxtun.
  • Meðalraunávöxtun síðustu fimm ára er 4,7%, sem er umfram þau 3,5% sem almennt er miðað við varðandi þá ávöxtunarkröfu sem gerð er til lífeyrissjóðanna.  Enn hærri er hún þegar horft er til síðustu 10 ára eða 4,9%.

Ávarp stjórnarformanns í ársskýrslu.