Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda var haldinn 28. maí 2021 að Stórhöfða 23, Reykjavík.

 

Á fundinum var lögð fram ársskýrsla sjóðsins vegna ársins 2020 og kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefna sjóðsins.

 

Á fundinum var jafnframt kosið um eitt sæti í aðalstjórn og eitt sæti í varastjórn til fjögurra ára. Í aðalstjórn hlaut kosningu Guðbjörg Jónsdóttir og í varastjórn Jóhann Már Sigurbjörnsson.