Á ársfundi sjóðsins 9. júní 2017 voru eftirfarandi breytingatillögur á samþykktum sjóðsins kynntar og síðan afgreiddar og samþykktar af stjórn á fundi sínum 28. júní 2017, sbr. grein 25.2 í samþykktum:

 

1. Réttindatöflum í Viðauka A er breytt, voru áður miðaðar við lífslíkur eins og þær voru metnar árin 2004-2008, en verða byggðar á lífslíkum metnum árin 2010-2014.

2. Réttindaávinnsla til framtíðar er færð úr 1.268 krónum í 1.194 krónur, að tillögu tryggingastærðfræðings, til samræmis hjá öðrum sjóðum. Hefur aðeins áhrif til framtíðar.

3. Bætt er inn þeim möguleika á að hefja töku ellilífeyris við 65 ára aldur með skerðingarákvæði, en áður var miðað við 67 ára aldur.

4. Sjóðurinn verður deildaskiptur. Bætt er við nýrri deild, B-deild sem tekur við lífeyrissparnaði í séreign skv. lögum nr. 1229/1997. Tilgreinda séreignin er viðbótarlífeyrissparnaður umfram 12% skyldu.