Niðurstöður ársfundar 2025

Niðurstöður ársfundar 2025

Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda fór fram 22. júlí 2025. Auk hefðbundinna dagskrárliða, var tilkynnt um niðurstöðu rafræns stjórnarkjörs og tilnefningu löggilts endurskoðanda í endurskoðunarnefnd sjóðsins í samræmi við 108. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006. Í rafrænu...

read more
Sumarlokun

Sumarlokun

Skrifstofa Lífeyrissjóðs bænda er lokuð 28. júlí til og með 8. ágúst 2025. Við opnum aftur mánudaginn 11. ágúst n.k. kl. 9:00. Þrátt fyrir lokun skrifstofu þá verður leitast við að svara innsendum erindum til sjóðsins. Netfang: lsb@lsb.is 

read more
Ársfundur 22. júlí 2025 kl. 11:00

Ársfundur 22. júlí 2025 kl. 11:00

Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn þriðjudaginn 22. júlí 2025 kl. 11 að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg ársfundarstörf og niðurstöður rafræns stjórnarkjörs.    

read more

Úrdráttur úr samþykktum fyrir Lífeyrissjóð bænda

 

4. gr. – sjóðfélagar

4.1.         Sjóðfélagi er sá sem greitt er fyrir, greiðir eða hefur greitt iðgjald til lífeyrissjóðsins og á hjá honum réttindi.

4.2.    Aðild að sjóðnum er öllum opinn sem náð hafa 16 ára aldri fyrir lok næsta almanaksmánaðar á undan. Sjóðurinn er jafnframt starfsgreinasjóður bænda og maka þeirra sem starfa að búrekstri.   

4.3.         Heimilt er að flytja iðgjöld og þar með réttindi sem þeim fylgja milli lífeyrissjóða þegar að töku lífeyris kemur.  Aðild að sjóðnum fellur niður ef sjóðfélagi fær útborguð réttindi sín í einu lagi eða þau flytjast samkvæmt samskiptareglum    lífeyrissjóða í annan lífeyrissjóð.

4.4.         Sjóðfélagar sem eru launþegar og sjóðfélagar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi geta greitt til sjóðsins iðgjald til tilgreindrar séreignar.

4.5.         Stjórn sjóðsins er heimilt að bjóða sjóðfélögum og öðrum aðilum samninga um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað í samræmi við lög nr. 129/1997 og gera samninga við þá aðila sem uppfylla skilyrði 3. mgr. 8. gr. nefndra laga  um einstaka þætti viðbótartryggingaverndar og rekstur séreignadeilda.