Frjálsi og Lífeyrissjóður bænda hefja sameiningarviðræður

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna. Ákvörðunin er tekin eftir mat tryggingastærðfræðings sjóðanna á fýsileika sameiningar sem þykir jákvætt fyrir...

read more

Tilkynning til örorkulífeyrisþega Lífeyrissjóðs bænda

Varðar: Breytingar á framkvæmd tekjuathugana og á útreikningi örorkulífeyris úr lífeyrissjóðnum vegna tekna örorkulífeyrisþega samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Hinn 31. ágúst sl. varð sú breyting á lögum um lífeyrissjóði að niður féll...

read more
Aðeins lán með föstum vöxtum í boði

Aðeins lán með föstum vöxtum í boði

Vegna óvissu um verðtryggð lán með breytilegum vöxtum í kjölfar dóms Hæstaréttar nr. 55/2024 mun Lífeyrissjóður bænda að svo stöddu eingöngu bjóða sjóðfélögum verðtryggð sjóðfélagalán með föstum vöxtum út lánstímann. Í þessari ákvörðun felst ekki afstaða til mögulegra...

read more

Úrdráttur úr samþykktum fyrir Lífeyrissjóð bænda

 

4. gr. – sjóðfélagar

4.1.         Sjóðfélagi er sá sem greitt er fyrir, greiðir eða hefur greitt iðgjald til lífeyrissjóðsins og á hjá honum réttindi.

4.2.    Aðild að sjóðnum er öllum opinn sem náð hafa 16 ára aldri fyrir lok næsta almanaksmánaðar á undan. Sjóðurinn er jafnframt starfsgreinasjóður bænda og maka þeirra sem starfa að búrekstri.   

4.3.         Heimilt er að flytja iðgjöld og þar með réttindi sem þeim fylgja milli lífeyrissjóða þegar að töku lífeyris kemur.  Aðild að sjóðnum fellur niður ef sjóðfélagi fær útborguð réttindi sín í einu lagi eða þau flytjast samkvæmt samskiptareglum    lífeyrissjóða í annan lífeyrissjóð.

4.4.         Sjóðfélagar sem eru launþegar og sjóðfélagar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi geta greitt til sjóðsins iðgjald til tilgreindrar séreignar.

4.5.         Stjórn sjóðsins er heimilt að bjóða sjóðfélögum og öðrum aðilum samninga um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað í samræmi við lög nr. 129/1997 og gera samninga við þá aðila sem uppfylla skilyrði 3. mgr. 8. gr. nefndra laga  um einstaka þætti viðbótartryggingaverndar og rekstur séreignadeilda.