Örorkulífeyrir

Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins í a.m.k tvö ár, á rétt á örorkulífeyri, ef hann verður fyrir orkutapi til langframa, er trúnaðarlæknir sjóðsins metur 50% eða meira enda hafi hann orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins. Örorkumat þetta er fyrstu þrjú árin aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að stunda landbúnaðarstörf.

Örorkulífeyrir fer eftir áunnum réttindum í sjóðnum, iðgjaldagreiðslum undanfarandi ára (framreikningur) aldri öryrkjans, hlutfalli örorkumats o.fl. og geta upphæðir örorkulífeyris því verið mjög misjafnar. SJÁ EYÐUBLÖÐ