Makalífeyrir

Við fráfall sjóðfélaga, sem naut elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum eða hafði greitt til hans iðgjald í a.m.k 24 mánuði á undanförnum 36 mánuðum, er greiddur lífeyrir til eftirlifandi maka í tvö ár eftir andlátið eða þar til yngsta barn þeirra hefur náð 18 ára aldri.

Makalífeyrir er mjög misjafn, en það fer eftir þeim réttindum, sem hinn látni sjóðfélagi ávann sér í sjóðnum, iðgjaldagreiðslum undanfarandi ára (framreikningur), aldri hans o.fl. SJÁ EYÐUBLÖÐ

Makalífeyrir er einnig greiddur vegna búskapartíma bónda sem fæddur var 1914 eða fyrr skv. III. kafla laga um Lífeyrissjóð bænda. Hér er hægt að nálgast slíkt umsóknareyðublað til útprentunar. Ekki er heimilt að senda þessa umsókn rafrænt þar sem hún verður að vera undirskrifuð. Einnig er vakin athygli á því að henni þarf að fylgja staðfest afrit af nýjasta skattframtali.