LÍFEYRIR

Hér fyrir neðan má finna umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um lífeyrisréttindi hjá sjóðnum.

Ellilífeyrir

Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins og er orðinn 67 ára gamall, á rétt á ellilífeyri úr sjóðnum.Heimilt er sjóðfélaga að fresta töku ellilífeyris allt til 70 ára aldurs og hækkar þá upphæð lífeyris vegna réttinda, sem áunnin voru fram til 67 ára aldurs, um 0,61% fyrir hvern mánuð, sem töku hans er frestað fram að 68 ára aldri, um 0,66% fyrir hvern mánuð sem töku er frestað til 69 ára aldurs og 0,73% fyrir hvern mánuð fram til 70 ára aldurs.

Réttindi áunnin á 68. aldursári geta fyrst komið til greiðslu eftir að 68 ára aldri er náð og þá samkvæmt sérstakri umsókn. Sama gildir um réttindi á 69. aldursári. Töku lífeyris út á þessi réttindi verður ekki frestað lengur en til 70 ára aldurs. SJÁ EYÐUBLÖÐ

Ellilífeyrir rafræn umsókn

ATHUGIÐ:  Ef sótt er um rafrænt þarf jafnframt að senda sjóðnum tölvupóst á netfangið kristin@lsb.is, með upplýsingum um hversu átt hlutfall persónuafsláttar á að nýta hjá sjóðnum. Eyðublað.  Nei


  Nei

  Þegar umsóknin hefur verið send fer afrit af henni á netfang umsækjanda.

   

  Örorkulífeyrir

  Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins í a.m.k tvö ár, á rétt á örorkulífeyri, ef hann verður fyrir orkutapi til langframa, er trúnaðarlæknir sjóðsins metur 50% eða meira enda hafi hann orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins. Örorkumat þetta er fyrstu þrjú árin aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að stunda landbúnaðarstörf.

  Örorkulífeyrir fer eftir áunnum réttindum í sjóðnum, iðgjaldagreiðslum undanfarandi ára (framreikningur) aldri öryrkjans, hlutfalli örorkumats o.fl. og geta upphæðir örorkulífeyris því verið mjög misjafnar. SJÁ EYÐUBLÖÐ

  Makalífeyrir

  Við fráfall sjóðfélaga, sem naut elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum eða hafði greitt til hans iðgjald í a.m.k 24 mánuði á undanförnum 36 mánuðum, er greiddur lífeyrir til eftirlifandi maka í tvö ár eftir andlátið eða þar til yngsta barn þeirra hefur náð 18 ára aldri.

  Makalífeyrir er mjög misjafn, en það fer eftir þeim réttindum, sem hinn látni sjóðfélagi ávann sér í sjóðnum, iðgjaldagreiðslum undanfarandi ára (framreikningur), aldri hans o.fl. SJÁ EYÐUBLÖÐ

  Makalífeyrir er einnig greiddur vegna búskapartíma bónda sem fæddur var 1914 eða fyrr skv. III. kafla laga um Lífeyrissjóð bænda. Hér er hægt að nálgast slíkt umsóknareyðublað til útprentunar. Ekki er heimilt að senda þessa umsókn rafrænt þar sem hún verður að vera undirskrifuð. Einnig er vakin athygli á því að henni þarf að fylgja staðfest afrit af nýjasta skattframtali.

  Makalífeyrir rafræn umsókn

  ATHUGIÐ:  Ef sótt er um rafrænt þarf jafnframt að senda sjóðnum tölvupóst á netfangið kristin@lsb.is, með upplýsingum um hversu átt hlutfall persónuafsláttar á að nýta hjá sjóðnum.  Eyðublað.


   Kt. og nafn látins maka:   Nei


   Nei

   Ef já: Vinsamlegast hafið samband við sjóðinn þar sem skila þarf inn staðfestingu á því hvenær sambúð hófst. Hægt er að sækja um afrit af skattframtali hér: https://skjalasafn.is/fyrirspurn


   Nei


   Nei

   Börn eða kjörbörn sjóðfélaga 18 ára eða yngri (kennitala, nafn og bankaupplýsingar)

   Bankaupplýsingar umsækjanda:   Þegar umsóknin hefur verið send fer afrit af henni á netfang umsækjanda.

    

   Barnalífeyrir

   Við fráfall foreldris, sem er sjóðfélagi í Lífeyrissjóði bænda, greitt hefur iðgjöld til hans í a.m.k 24 mánuði á undanfarandi 36 mánuðum eða notið úr honum elli- eða örorkulífeyris eða öðlast rétt til framreiknings, greiðir sjóðurinn barnalífeyri með hverju barni til 18 ára aldurs. Ennfremur er barnalífeyrir greiddur til barna öryrkja (er hann átti við orkutap), sem nýtur örorkulífeyris með framreikningi úr sjóðnum og miðast þá við hlutfall örorku.

   Hámarksbarnalífeyrir vegna örorku foreldris er 11.466 kr. á mánuði og 15.635 kr. vegna andláts foreldris (sept 2010). Barnalífeyrir er háður upphæðum iðgjaldagreiðslna og lífeyrisgreiðslna foreldra.

    

   Úrdráttur úr samþykktum fyrir Lífeyrissjóð bænda

    

   14. gr. – Barnalífeyrir

   1.4.1.1. Nú andast sjóðfélagi og eiga þá börn hans og kjörbörn yngri en 18 ára rétt til barnalífeyris úr sjóðnum eins og nánar er kveðið á um í 14. grein, enda hafi hinn látni:

   a. Greitt iðgjöld til sjóðsins 24 af 36 síðustu mánuðum fyrir andlátið eða 6 mánuði af undanfarandi 12 eða

   b. Notið ellilífeyris eða örorkulífeyris úr sjóðnum sem svarar til minnst 10.000 kr. á mánuði.

   Við mat á því hvort framangreindum skilyrðum er fullnægt er sjóðstjórn rétt að taka mið af efnisreglu gr. 12.2. að breyttu breytanda.

   14.1.2. Barnalífeyrir greiðist einnig með börnum sjóðfélaga, sem nýtur örorkulífeyris úr sjóðnum, enda séu þau fædd eða ættleidd fyrir orkutap eða á næstu 12 mánuðum þar á eftir. Ef örorka sjóðfélaga er metin lægri en 100% skal barnalífeyrir vera hlutfallslega lægri. Barnalífeyrir sem greiddur er vegna örorku sjóðfélaga fellur ekki niður þó að sjóðfélaginn nái ellilífeyrisaldri.

   14.1.3. Hafi sjóðfélagi á viðmiðunartímabili skv. gr. 14.1.1. greitt iðgjald að meðaltali af mjög lágum iðgjaldsstofni, kr. 50.000 eða lægra, skal lækka barnalífeyri hlutfallslega þar til hann falli niður hafi iðgjaldsstofn svarað til minna en helmings af ofangreindri viðmiðun. Með sama hætti skal lækka barnalífeyri hlutfallslega með börnum elli- eða örorkulífeyrisþega séu réttindi þeirra svo takmörkuð að lífeyrir sé lægri en kr. 20.000 á mánuði og falla greiðslur barnalífeyris niður sé elli- eða örorkulífeyrir foreldris minni en kr. 10.000 á mánuði.

   14.1.4. Veiti fráfall sjóðfélagans börnunum jafnframt rétt til lífeyris úr öðrum lífeyrissjóði skal lífeyrir úr þessum sjóði þó bundinn því skilyrði að sjóðfélaginn hafi síðast greitt iðgjöld til þessa sjóðs.

   14.2. Fullur barnalífeyrir sem greiddur er með barni örorkulífeyrisþega er kr. 5.500 á mánuði. Barnalífeyrir sem greiddur er með hverju barni látins sjóðfélaga er kr. 7.500 á mánuði. Fjárhæðir þessar skulu breytast mánaðarlega í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs miðað við grunnvísitölu 173,5 stig.

   14.3. Fósturbörn og stjúpbörn, sem sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti, skulu eiga rétt á barnalífeyri. Skulu lífeyrisgreiðslur sjóðsins vegna slíkra barna vera hinar sömu og vera myndu, ef um börn eða kjörbörn væri að ræða. Við ættleiðingu barns með erlent ríkisfang, sem búsett er erlendis, skulu tímamörk samkvæmt þessari grein miðast við útgáfudag gildandi vilyrðis eða forsamþykkis dómsmálaráðuneytis í stað dagsetningar ættleiðingarleyfis.

   14.4. Barnalífeyrir greiðist til 18 ára aldurs barnsins, til framfæranda þess enda séu báðir foreldrar á lífi. Að öðrum kosti greiðist lífeyririnn til barnsins sjálfs. Á því almanaksári sem barnið nær 16 ára aldri á það rétt á að fá barnalífeyrinn greiddan á sínu nafni til 18 ára aldurs.

   Upplýsingarit Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál