Nafnávöxtun var 4,9% og hrein raunávöxtun -1,07%. Meðaltal nafnávöxtunar síðustu 5 ára man 11,94% og hreinnar raunávöxtunar 6,87%. Samsetning eigna sjóðsins er með þeim hætti að skuldabréf eru að mestu í verðbréfasjóðum sem gerðir eru upp á markaðsverði en ekki kaupkröfu. Kaupkrafa gefur hærri ávöxtun og má leiða líkur að því að nafnávöxtun hefði verið nær 7% og hrein raunávöxtun í kringum 1% hefði sú uppgjörsaðferð verið notuð. Raunveruleg staða sjóðsins endurspeglast í tryggingafræðilegri stöðu sem er áfram góð. Eignir umfram áfallnar skuldbindingar nema 20,7% og umfram heildarskuldbindingar 9,2%.
Meira