Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda fór fram 22. júlí 2025. Auk hefðbundinna dagskrárliða, var tilkynnt um niðurstöðu rafræns stjórnarkjörs og tilnefningu löggilts endurskoðanda í endurskoðunarnefnd sjóðsins í samræmi við 108. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.

Í rafrænu stjórnarkjöri voru tveir frambjóðendur um eitt sæti í aðalstjórn Lífeyrissjóðs bænda til þriggja ára, Bjartur Thorlacius og Þorbjörg Inga Jónsdóttir. Þorbjörg fékk 60% greiddra atkvæða en Bjartur 40%. Þorbjörg Inga Jónsdóttir er því réttkjörin í stjórn sjóðsins fram að ársfundi 2028.  Í stjórn sjóðsins eru Vala Valtýsdóttir, Jóhann Már Sigurbjörnsson, Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Einar Ófeigur Björnsson og Þorbjörg Inga Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri er Ólafur K. Ólafs.

Á ársfundinum var Jón Gunnsteinn Hjálmarsson tilnefndur í endurskoðunarnefnd Lífeyrissjóðs bænda.

Glærur á ársfundi.