Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda var haldinn 26. maí 2023 í húsakynnum sjóðsins að Stórhöfða 23, Reykjavík.
Á fundinum var kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar, fjárfestingarstefna og niðurstöður stjórnarkjörs.
Í framboði til aðalstjórnar fékk Erna Bjarnadóttir endurnýjað umboð til setu í stjórn sjóðsins og Oddný Steina Valsdóttir endurnýjað umboð til setu í varastjórn sjóðsins.
Eftir ársfund er stjórn skipuð með eftirfarandi hætti:
Í aðalstjórn eru Skúli Bjarnason, Guðrún Lárusdóttir, Erna Bjarnadóttir, Guðbjörg Jónsdóttir og Örn Bergsson. Í varastjórn eru Jóhann Már Sigurbjörnsson og Oddný Steina Valsdóttir.