LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA hefur ákveðið að bjóða sjóðfélögum upp á óverðtryggð lán, fyrstur lífeyrissjóða á landinu. Um er að ræða veðlán og er hámarkslánsfjárhæð tíu milljónir króna með lánstíma til allt að fimm ára. Lánin eru veitt meðal annars til tækjakaupa og framkvæmda. Með óverðtryggðum skammtímalánum er verið að koma til móts við sjóðfélaga um aukna möguleika til að fjármagna smærri framkvæmdir eða tækjakaup á styttri lánum en verið hefur. Vextir lánanna taka mið af vöxtum óverðtryggðra lána sem Seðlabanki Íslands birtir, nú 5,25%, auk álags sem ákveðið er af stjórn sjóðsins, nú þrjú prósentustig. Í mars verða vextir lánanna því 8,25%.
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda