Í kjölfar tilkynningar um samkomubann vegna COVID-19 í fjórar vikur, sem gildir til og með 13. apríl nk., verður lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu Lífeyrissjóðs bænda frá og með mánudeginum 16. mars. Starfsfólk mun áfram sinna verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga.
Á meðan á þessari lokun stendur hvetur sjóðurinn sjóðfélaga til að nýta rafræna þjónustu og leita upplýsinga í síma 563 1300, mánudaga til fimmtudaga kl. 10-16 og föstudaga kl. 10-15.
Bent er á að sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um réttindi sín hjá sjóðnum á sjóðfélagavef, www.lsb.is og hægt að sækja um lífeyri , lán og aðra þá þjónustu sem sjóðurinn býður upp á hér. Launagreiðendur geta fundið margvíslegar upplýsingar um stöðu sína á launagreiðendavef.
Starfsfólk svarar enn fremur fyrirspurnum sem berast í tölvupósti, lsb@lsb.is.