Lífeyrissjóður bænda auglýsir eftir framboðum til setu í stjórn sjóðsins § Eitt sæti í aðalstjórn til þriggja ára, karl eða konu. § Þrjú sæti í varastjórn til eins, tveggja og þriggja ára. Stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti. Um almennt hæfi stjórnarmanna til setu í stjórn lífeyrissjóðs fer samkvæmt 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Framboðsfrestur er til og með 14. maí 2025. Framboð skulu sendast á netfangið kjornefnd@lsb.is. § Upplýsingar um stjórnarkjörið og hvaða gögnum beri að skila vegna framboðanna, má sjá á vef sjóðsins, www.lsb.is. § Með framboði skal fylgja helstu upplýsingar um frambjóðanda ásamt mynd til birtingar á vef sjóðsins. § Taka skal fram hvort framboð er aðeins til aðalmanns, er aðeins til varamanns eða aðalmanns og varamanns til vara. Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn miðvikudaginn 11. júní 2025 kl. 14 að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg ársfundarstörf og niðurstöður rafræns stjórnarkjörs.