Bændur og sjóðfélagar athugið!

Hafi ykkur borist innheimtubréf frá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda vegna „vangoldinna lífeyrisiðgjalda“, eruð þið vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við Lífeyrissjóð bænda þar sem komið hefur í ljós að upplýsingar í skrám ríkisskattstjóra um iðgjaldaskuldir eru ekki réttar.

Líklegt er að sjóðfélagar séu nú þegar búnir að greiða iðgjöldin til Lífeyrissjóðs bænda í flestum tilvikum og innheimta Söfnunarsjóðsins eigi ekki við rök að styðjast.

Lífeyrissjóður bænda,

Stórhöfða 23, 110 Reykjavík

Sími 563 1300.