Lífeyrissjóður bænda er nú að innheimta vangreidd iðgjöld bænda vegna ársins 2000 skv. upplýsingum sem nýlega hafa borist frá ríkisskattstjóra. Samræmdar aðferðir eru við innheimtuna hjá lífeyrissjóðunum og er miðað við einn gjalddaga, þ.e. 10. janúar 2001. Mikilvægt er fyrir bændur að samræma eins og hægt er reiknað endurgjald í staðgreiðslu og framtalið reiknað endurgjald á skattframtali til þess að lágmarka þessa innheimtu í framtíðinni.