Lífeyrissjóður bænda auglýsir eftir framboðum til setu í stjórn sjóðsins í Bændablaðinu, Morgunblaðinu og á vef lífeyrissjóðsins; Eitt sæti í aðalstjórn til fjögurra ára og tvö sæti í varastjórn, annað til tveggja ára og hitt til fjögurra ára.
- „Stjórn sjóðsins skal skipuð fimm mönnum kjörnum á ársfundi sjóðsins til fjögurra ára í senn. Einn stjórnarmaður skal kosinn á ári, í fyrsta sinn á ársfundi sjóðsins 2019 þó þannig að fjórða hvert ár skal kjósa tvo, í fyrsta sinn 2020. Varamenn í stjórn skulu vera tveir. Einn varamaður skal kosinn á ársfundi sjóðsins annað hvert ár til fjögurra ára í senn, í fyrsta sinn á ársfundi sjóðsins 2019. Þó skal á ársfundi 2019 kjósa tvo varastjórnarmenn, annan til tveggja ára og hinn til fjögurra ára. Tryggja skal að kynjahlutföll í stjórn og varastjórn séu í samræmi við ákvæði laga.“
- Kjörgengi í stjórn sjóðsins er háð þeim skilyrðum sem gilda samkvæmt 5. gr. í samþykktum sjóðsins.
- Þeir sem gefa kost á sér þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME og samþykktum sjóðsins.
- Vera tilbúnir til að gangast undir hæfismat FME.
- Vera reiðubúnir til að veita nákvæmt yfirlit um fjárhagslega stöðu sína, þ. á m. um hlutabréfeign og eignarhluti í félögum.
- Skila inn framboðsgögnum innan tilskilins tímafrests.
- Í tilkynningu um framboð skal frambjóðandi a.m.k. tiltaka:
- Nafn, kennitölu og heimilisfang.
- Upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun og reynslu ásamt mynd sem sjóðurinn gæti notað á heimasíðu sinni.
- Yfirlýsingu um að viðkomandi hafi kynnt sér og uppfylli hæfisskilyrði 31. gr. laga nr. 129/1997 og sé tilbúinn að gangast undir hæfismat FME.
- Aðrar þær upplýsingar sem frambjóðandi telur að geti nýst kjörnefnd við að meta hæfi og hæfni hans til að gegna stjórnarstörfum.
- Þá skal jafnframt fylgja umsókn upplýsingar um hvort frambjóðandi gefi kost á sér í aðalstjórn og/eða varastjórn.
- Áhugasamir geta gefið kost á sér í stjórn sjóðsins með því að senda inn framboð og fylgigögn á netfang kjörnefndar kjornefnd@lsb.is.
- Framboðsfrestur rennur út þann 31. maí 2019 kl. 17:00.
- Þegar kjörnefnd hefur staðfest kjörgengi frambjóðenda eru nöfn frambjóðenda tilkynnt á heimasíðu sjóðsins www.lsb.is tveimur vikum fyrir ársfund.
- Fyrirspurnir vegna stjórnarkjörs skal senda á kjornefnd@lsb.is.
- Með fréttinni fylgir slóð á:
- Leslista vegna hæfismats FME
- Grein eftir starfsmenn FME um „Hverjir eiga erindi í stjórn lífeyrissjóðs.“
- c. 31. gr. í lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrissjóða og starfsemi lífeyrissjóða og 6. gr. í reglum nr. 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða.
- Samþykktir Lífeyrissjóðs bænda.