Gunnar Baldvinsson, formaður fræðslunefndar LL, Arnar Sigurmundsson, formaður LL og Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, við opnun fræðsluvefsins „Gottadvita.is„. Mánudaginn 29. október s.l opnaði Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, nýjan fræðsluvef Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál. Vefslóðin er Gottadvita.is Á heimsíðum flestra lífeyrissjóða er hnappur sem hægt er að smella á til að færast á fræðsluvefinn. Mikil vinna var lögð í uppsetningu vefsins með það að leiðarljósi að auðvelt væri að finna upplýsingar. Þannig eru t.d. öll svör tiltölulega stutt og hnitmiðuð. Vefnum er ritstýrt af Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyris- sjóðsins og Hrafni Magnússyni, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Vefurinn er unninn af Anok-margmiðlun, en Hvíta húsið hefur aðstoðað við útlit vefsins.