Fjársýsla ríkisins sendi út tilkynningu, dags. 28. júlí 2021,  í bréfpósti með póststimpli 30. júlí 2024 til 889 bænda um skuldajöfnuð  á beingreiðslum vegna ársins 2021, meðal annars vegna iðgjaldagreiðslna í lífeyrissjóð.

Í kjölfarið höfðu margir sjóðfélagar samband við Lífeyrissjóð bænda  þar sem þeir áttuðu sig ekki á þessari tilkynningu fjársýslunnar enda hefur heimild í lögum um skuldajöfnuð á beingreiðslum vegna iðgjaldagreiðslna verið aflögð.

Engar skuldfærslur voru framkvæmdar vegna þessa, heldur var vegna þessarar villu í kerfi Fjársýslu ríkisins send út eldri tilkynning frá árinu 2021.

Fjársýsla ríkisins hefur sent tilkynningu inn á www.island.is til allra hlutaðeigandi, dags. 23. ágúst 2024 þar sem framangreint er áréttað og beðist afsökunar á þessu.