Lögum um tekjuskatt var breytt í desember sl. og taka þær breytingar gildi frá og með 1. janúar 2010. Með breytingunum var tekjuskatti skipt í 3 þrep.
Tekjuskattur, að viðbættu 13,12% útsvari, er frá 1. janúar 2010 sem hér segir:

      • 37,22% af tekjum undir 200.000 kr. á mánuði.
      • 40,12% af tekjum á bilinu 200.001-650.000 kr. á mánuði
      • 46,12% af tekjum yfir 650.000 kr. á mánuði.

ATHUGIÐ að það er á ábyrgð hvers lífeyrisþega að tilkynna í hvaða skattþrepi tekjuskattsgreiðslur eiga að vera. Séu laun greidd frá fleiri en einum launagreiðanda er mikilvægt að slíkar upplýsingar berist sjóðnum til að tryggt sé að réttur tekjuskattur sé reiknaður hverju sinni. Komi til þess að röngum tekjuskatti sé skilað kemur til uppgjörs við álagningu í ágúst ár hvert með 2,5% álagi.