Tillögur að breytingum á samþykktum Lífeyrissjóðs bænda á aukaársfundi 22. október 2024

 

Breytingar á 8. gr.  Tryggingafræðileg athugun:

8.3. var:

8.3.         Leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að meira en 10% munur er á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga skv. gr. 8.2 er lífeyrissjóðnum skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins.  Sama gildir ef munur samkvæmt trygginga-fræðilegum athugunum á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga hefur haldist meiri en 5% samfellt í fimm ár.

Verður:

8.3.         Leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að meira en 10% munur er á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga skv. gr. 8.2 er lífeyrissjóðnum skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins.  Sama gildir ef munur samkvæmt trygginga-fræðilegum athugunum á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga hefur haldist meiri en 5% samfellt í fimm ár.  Stjórn sjóðsins er einnig heimilt, að höfðu samráði við tryggingafræðing sjóðsins og miðað við viðurkenndar tryggingafræðilegar forsendur, að lækka áunnin lífeyrisréttindi sjóðfélaga, þó skuldbindingar reiknist lægra hlutfall umfram eignir en tilgreint er í ofangreindu lagaákvæði. Lækkunin skal gerð með því að skerða áunnin réttindi allra sjóðfélaga, eins og þau eru reiknuð skv. 11. – 14. gr. þessara samþykkta, hlutfallslega jafnmikið.

Breytingar á 10. gr.  Iðgjöld:

10.9. var:

10.9.      Tvisvar á ári skal senda sjóðfélögum yfirlit yfir greidd iðgjöld vegna þeirra. Yfirlitinu skal fylgja áskorun til sjóðfélaga að gera án tafar athugasemdir, ef vanhöld koma í ljós á iðgjaldaskilum.  Sjóðurinn skal samtímis með opinberri auglýsingu skora á alla þá sem telja sig hafa greitt iðgjöld til sjóðsins á undangengnu tímabili og ekki fengið yfirlit samkvæmt framanskráðu, að gera sjóðnum án tafar viðvart um ætluð vanskil.  Hafi athugasemdir frá sjóðfélaga, staðfestar með launaseðlum, ekki borist sjóðnum innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits eða birtingu auglýsingar, sé það síðar, og sjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna, er sjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd. Samhliða yfirliti þessu skal eigi sjaldnar en einu sinni á ári senda upplýsingar um áunninn og væntanlegan lífeyrisrétt sjóðfélaga, rekstur og fjárhagsstöðu sjóðsins og breytingar á samþykktum.  Sömu upplýsingar skal senda þeim sjóðfélögum sem náð hafa ellilífeyrisaldri.  Heimilt er að senda yfirlitin með rafrænum hætti til sjóðfélaga óski sjóðfélagi eftir því.

Verður:

10.9.      Tvisvar á ári skal senda sjóðfélögum yfirlit yfir greidd iðgjöld vegna þeirra. Yfirlitinu skal fylgja áskorun til sjóðfélaga að gera án tafar athugasemdir, ef vanhöld koma í ljós á iðgjaldaskilum.  Sjóðurinn skal samtímis með opinberri auglýsingu skora á alla þá sem telja sig hafa greitt iðgjöld til sjóðsins á undangengnu tímabili og ekki fengið yfirlit samkvæmt framanskráðu, að gera sjóðnum án tafar viðvart um ætluð vanskil.  Hafi athugasemdir frá sjóðfélaga, staðfestar með launaseðlum, ekki borist sjóðnum innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits eða birtingu auglýsingar, sé það síðar, og sjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna, er sjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd. Samhliða yfirliti þessu skal eigi sjaldnar en einu sinni á ári senda upplýsingar um áunninn og væntanlegan lífeyrisrétt sjóðfélaga, rekstur og fjárhagsstöðu sjóðsins og breytingar á samþykktum.  Sömu upplýsingar skal senda þeim sjóðfélögum sem náð hafa ellilífeyrisaldri.  Yfirlit eru send með rafrænum hætti til sjóðfélaga.

Breytingar á 26. gr.  Gildistaka:

26.1. var:

26.1.     Samþykktir þessar með breytingum sem kynntar voru á ársfundi 31. ágúst 2023 koma í stað fyrri samþykkta frá 31. ágúst 2022.  Samþykktirnar taki gildi fyrsta dag næsta mánaðar að fenginni staðfestingu fjármála- og efnahags-ráðuneytisins.    Nýjar réttindatöflur gilda frá og með  1. janúar 2023.

Verður:

26.1.     Samþykktir þessar með breytingum sem kynntar eru á aukaársfundi 22. október 2024  koma í stað fyrri samþykkta frá 31. ágúst 2023.  Samþykktirnar taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar að fenginni staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.    Réttindatöflur gilda frá og með  1. janúar 2023.

Ákvæði til bráðabirgða.

Kjörtímabil stjórnar breyttist úr fjórum árum í þrjú gr. 5.1. í samþykktum dags. 31. ágúst 2023 sem tóku gildi 1. janúar 2024 þannig að Þegar kjörtímabili þáverandi stjórnarmanna lýkur skal kosið í þeirra stað til þriggja ára þó þannig að þegar kjörtímabili þess stjórnamanns sem nú situr og lýkur 2027 skal kosið í hans stað til eins árs og ári síðar til þriggja ára.

Í grein 5.1. er ákvæði um að 2 af 5 stjórnarmönnum skuli vera sjóðfélagar.  Í þeim tilvikum sem framboð eru frá sjóðfélaga annars vegar og ekki sjóðfélaga hins vegar og ákvæðið um að sjóðfélagar skuli að lágmarki vera tveir af fimm hefur ekki verið uppfyllt, skal velja sjóðfélagann þrátt fyrir að atkvæði leggist þannig að sjóðfélaginn hljóti færri atkvæði.