Á fundi stjórnar Lífeyrissjóðs bænda þann 14. september var ákveðið að breyta viðmiðun vaxta á lánum til sjóðfélaga. Með hliðsjón af þeirri þróun í vaxtamálum sem verið hefur undanfarið var ákveðið að lækka lágmarksvexti úr 6% í 5% og taka upp viðmiðun við ávöxtun íbúðabréfa í stað húsbréfa. Ávöxtun íbúðabréfa hefur verið mun lægri undanfarið en ávöxtun húsbréfa og lækka vextir því nú í 5,34%