Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn föstudaginn 28. júní 2019 kl. 14 að Stórhöfða 23, 4. Hæð, Reykjavík.
Dagskrá:
- Venjuleg ársfundarstörf.
- Stjórnarkjör skv. samþykktum.
- Önnur mál.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu.
LSB auglýsir eftir framboðum til setu í stjórn sjóðsins:
- Eitt sæti í aðalstjórn til fjögurra ára.
- Tvö sæti í varastjórn, annað til tveggja ára og hitt til fjögurra ára.
Þeir sem gefa kost á sér þurfa að fullnægja kröfum um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. lögum nr. 129/1997, reglum FME og samþykktum sjóðsins og vera tilbúnir til að gangast undir hæfismat FME. Framboðsfrestur er til 31. maí 2019.
Upplýsingar um stjórnarkjörið og hvaða gögnum beri að skila vegna framboða til setu í stjórn sjóðsins má sjá á heimasíðu sjóðsins, www.lsb.is.