Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn föstudaginn 12. júní 2020 að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík og hefst kl. 14.

Allir sjóðfélagar eru velkomnir á fundinn. Þeir sem hafa í hyggju að mæta eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á fundinn með því að senda tölvupóst á netfangið lsb@lsb.is og láta koma fram nafn og kennitölu. Sjóðfélagar eru minntir á að taka með sér skilríki með mynd.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta tímanlega.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Kynning ársreiknings.
  3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt.
  4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins.
  5. Stjórnarkjör.
  6. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
  7. Önnur mál.

 

Kosning í stjórn

Á fundinum verða kjörnir tveir aðalmenn í stjórn til fjögurra ára.

 

Eftirtaldir skiluðu inn framboðum í aðalstjórn:

  • Elías Blöndal Guðjónsson.
  • Guðrún Lárusdóttir.
  • Þorlákur Örn Bergsson.

 

Framboðin verða kynnt á vef sjóðsins þann 29. maí n.k., tveimur vikum fyrir ársfundinn.

 

Umboð

Kjörnefnd ákvað af sóttvarnarástæðum að heimila sjóðfélögum að veita öðrum sjóðfélaga umboð til að fara með atkvæði sitt á fundinum enda uppfylli umboðið lágmarkskröfur slíkra gerninga. Á kjörseðli verður áskilnaður um að merkja beri við tvo frambjóðendur.

 

Ef sjóðfélagi getur ekki mætt á fundinn getur viðkomandi veitt öðrum sjóðfélaga skriflegt umboð til að fara með atkvæðisrétt sinn. Mælst er til þess að form sjóðsins hér fyrir neðan sé notað. Umboðið þarf að vera vottað af tveimur einstaklingum með kennitölum viðkomandi og má vera hvort heldur sem er frumrit eða ljósrit.

 

Umboð fyrir ársfund Lífeyrissjóðs bænda