Ellilífeyrir

Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins og er orðinn 67 ára gamall, á rétt á ellilífeyri úr sjóðnum.Heimilt er sjóðfélaga að fresta töku ellilífeyris allt til 70 ára aldurs og hækkar þá upphæð lífeyris vegna réttinda, sem áunnin voru fram til 67 ára aldurs, um 0,61% fyrir hvern mánuð, sem töku hans er frestað fram að 68 ára aldri, um 0,66% fyrir hvern mánuð sem töku er frestað til 69 ára aldurs og 0,73% fyrir hvern mánuð fram til 70 ára aldurs.

Réttindi áunnin á 68. aldursári geta fyrst komið til greiðslu eftir að 68 ára aldri er náð og þá samkvæmt sérstakri umsókn. Sama gildir um réttindi á 69. aldursári. Töku lífeyris út á þessi réttindi verður ekki frestað lengur en til 70 ára aldurs.  SJÁ EYÐUBLÖÐ