Frá vinstri: Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda, Vala Valtýsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs bænda, Ásdís Eva Hannesdóttir, stjórnarformaður Frjálsa og Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa.

Frá vinstri: Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda, Vala Valtýsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs bænda, Ásdís Eva Hannesdóttir, stjórnarformaður Frjálsa og Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa.

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna. Ákvörðunin er tekin eftir mat tryggingastærðfræðings sjóðanna á fýsileika sameiningar sem þykir jákvætt fyrir sjóðfélaga beggja sjóða.

Markmiðið sameiningarinnar er að nýta stærðarhagkvæmni til að lækka rekstrarkostnað, efla þjónustu og upplýsingagjöf til sjóðfélaga og launagreiðenda, minnka rekstraráhættu og um leið styrkja eigna- og áhættustýringu sjóðanna.

Verði af sameiningunni yrði sameinaður sjóður með heildareignir upp á um 622 milljarða kr. miðað við stöðu eigna 31. október sl., þar af eignir Frjálsa um 576 milljarðar kr. og eignir Lífeyrissjóðs bænda um 46 milljarðar kr.

Stefnt er að því að viðræðum um sameiningu ljúki fyrir áramót. Náist samkomulag um sameiningu verður boðað til aukaársfundar hjá Lífeyrissjóði bænda og tillaga um sameiningu borin undir sjóðfélaga.