Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda fór fram 20. júní 2024. Auk hefðbundinna dagskrárliða, var tilkynnt um niðurstöðu stjórnarkjörs og tilnefningu löggilts endurskoðanda í endurskoðunarnefnd sjóðsins.
Jón Gunnsteinn Hjálmarsson var tilnefndur í endurskoðunarnefnd Lífeyrissjóðs bænda.
Til aðalstjórnar fékk Jóhann Már Sigurbjörnsson endurnýjað umboð og nýr stjórnarmaður er Vala Valtýsdóttir. Þau eru skipuð til næstu þriggja ára. Í varastjórn voru skipuð þau Kristófer Tómasson til þriggja ára og Berglind Ósk Alfreðsdóttir til tveggja ára.
Stjórn Lífeyrisssjóðs bænda er skipuð eftirtöldum eftir ársfundinn:
Aðalstjórn:
- Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður
- Bjartur Thorlacius
- Einar Ófeigur Björnsson
- Vala Valtýsdóttir
- Vigdís Häsler
Varastjórn:
- Kristófer Tómasson
- Berglind Ósk Alfreðsdóttir
Framkvæmdastjóri er Ólafur K. Ólafs.