Lífeyrissjóður bænda vekur athygli launagreiðenda á því að 1. janúar 2023 taka gildi breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Þá hækkar lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5% hjá öllum launþegum og þeim sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. Nánari upplýsingar um fyrirhugaða lagabreytingu má finna á vef Alþingis.
- Hækkunin gildir líka fyrir einyrkja, verktaka og sjálfstætt starfandi.
- Lágmarksiðgjaldið 15,5% skiptist í 4% sem er iðgjald launþega og 11,5% sem er mótframlag launagreiðanda.
Leiðbeiningar vegna innsendingar skilagreina
Launagreiðendur sem skila iðgjöldum í gegnum launakerfi
- Ef skilagrein er send í gegnum launakerfi hjá launagreiðanda er prósentu breytt í launakerfinu í eitt skipti áður en skilagrein er send til sjóðsins.
Launagreiðendur sem skila iðgjöldum í gegnum Launagreiðendavef LSB breyta hér slóð til LSB
- Frá og með janúar skilagrein 2023 verða skilagreinar sem berast gegnum fyrirtækjavef sjálfkrafa með mótframlag 11,5%.
Launagreiðendur sem þegar hafa skilað inn skilagreinum vegna janúar 2023 með lægri prósentu en 11,5% verður sjálfkrafa breytt hjá sjóðnum.