Nafnávöxtun var -4,3% og hrein raunávöxtun -17,9%. Meðaltal nafnávöxtunar síðustu 5 ára nam 8,18% og hreinnar raunávöxtunar 0,7%. Sjóðinn vantar 5,4% eða 1.205 mkr. til að eiga fyrir áföllnum skuldbindingum og 9,3% eða 2.775 mkr. til að eiga fyrir heildarskuldbindingum. Efnahagshrunið síðasta haust hafði töluverð áhrif á stöðu sjóðsins en eignir hans rýrnuðu um 5,9% frá ársbyrjun 2008. Taka þarf þó tillit til þess að lífeyrisbyrði sjóðsins er um 161% og þarf hann því árlega að ganga á ávöxtun ársins eða eignir eins og raunin varð 2008. Réttindi í sjóðnum verða ekki skert að svo stöddu. Ársfundur sjóðsins var haldinn á Búnaðarþingi 4. mars sl. Auglýsing um meginniðurstöður ársreikningsins birtist í Bændablaðinu 26. mars. Auglýsing 2008