Til sjóðfélaga í Lífeyrissjóði bænda
Öllum greiðandi sjóðfélögum hefur verið sent yfirlit um skráð iðgjöld hjá Lífeyrissjóði bænda fyrir tímabilið ágúst 2018 til apríl 2019.
Skorað er á sjóðfélaga að bera yfirlitin saman við launaseðla og gera án tafar athugasemdir, ef vanhöld koma í ljós á iðgjaldaskilum. Jafnframt er sjóðfélögum bent á að hafa tafarlaust samband við sjóðinn, hafi þeir ekki fengið yfirlit frá sjóðnum en telja að vinnuveitandi hafi átt að skila iðgjöldum til sjóðsins.
Hafi athugasemdir frá sjóðfélaga, staðfestar með launaseðlum, ekki borist sjóðnum innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits eða birtingu auglýsingar, sé það síðar, og sjóðnum hefur ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna, er sjóðurinn einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd.
LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA
Stórhöfða 23 – 110 Reykjavík
s. 563 1300 – lsb@lsb.is