ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Innheimta iðgjalda Lífeyrissjóðs bænda af beingreiðslum fellur niður frá og með apríl 2022.

Með tilkynningu Matvælaráðuneytisins kom fram að vegna breytinga á greiðslum til bænda í tengslum við framkvæmd búvörusamninga var Lífeyrissjóði bænda tilkynnt að hætt verði að skuldfæra lífeyrisiðgjöld til Lífeyrissjóðs bænda af beingreiðslum bænda í Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins frá og með 1. maí 2022. Gögn um skuldajöfnun lífeyrisgreiðslna verða frá og með þeim tíma ekki send frá ráðuneytinu til Fjársýslu ríkisins til skuldajöfnunar.

Lífeyrisiðgjöld hafa ekki verið skuldfærð af beingreiðslum bænda í Afurð fyrir apríl 2022 og þurfa því beingreiðsluhafar  sjálfir:

Að senda iðgjaldaskilagreinar til sjóðsins framvegis frá og með apríl 2022 og

byrja að greiða iðgjöld núna vegna apríl 2022 þar sem gjalddagi er 10. maí og eindagi 31. maí og síðan að greiða iðgjöld framvegis mánaðarlega.

Launagreiðendavefur býður upp á einföldun við iðgjaldaskil og þægilegt aðgengi að upplýsingum um eldri færslur. Í skilagreinakerfi eru t.d. auknar villuprófanir sem einfalda útfyllingu og ættu að tryggja örugg skil. Þá fylgir einnig sá möguleiki að hægt er að mynda kröfu í netbanka áður en skilagreinin er send til sjóðsins. Í yfirliti fást síðan ítarlegar upplýsingar um eldri skilagreinar og greiðslustöðu.

Hægt er að sækja um aðgang að launagreiðendavefnum hér:

https://app.joakim.is/LaunagreidendaVefur/Launagreidendavefur_l260.html#innskraning

Sláðu inn kennitölu launagreiðanda og smelltu á hnappinn: „Sækja um aðgang að vef“ og veflykill verður sendur í netbanka þinn. Þar birtist hann í rafrænum skjölum undir heitinu Lykilorð frá LSB.  Veflyklar eru ekki gefnir upp í síma eða sendir í tölvupósti. Þeir launagreiðendur sem ekki hafa netbanka, geta fengið veflykil sendan í pósti með því að óska eftir því við starfsmann sjóðsins í síma: 563-1300 eða með tölvupósti lsb@lsb.is.

Hér verður gerð grein fyrir hvernig skila ber skilagreinum á launagreiðendavef sjóðsins, www.lsb.is.:

MIKILVÆGT er að allir sem skrá sig inn á launagreiðendavefinn,

https://app.joakim.is/LaunagreidendaVefur/Launagreidendavefur_l260.html#forsida

setji inn nauðsynlegar upplýsingar með því að smella á „Stillingar“ á grænu stikunni efst og síðan á „Notandaupplýsingar“ á næstu stiku fyrir neðan. Mikilvægt er að setja inn „Netfang“ og haka í boxið „Fá sendar kröfur i netbanka“ og GERA ÞAÐ ÁÐUR en skilagrein er send inn.

Tvær leiðir til að senda inn skilagreinar:

  • Skrá skilagrein“ á launagreiðendavef. Velja síðan ,,Senda skilagrein“. Eftir að kennitala starfsmanns og upplýsingar um iðgjöld í sjóðinn hafa einu sinni verið send á skilagrein, þarf ekki að endurtaka innslátt meðan engar breytingar verða. Einungis er þá slegin inn ný launatala.
  • Senda skilagrein úr launakerfi fyrirtækisins með textaskrám (.txt). Velja síðan ,,Senda skilagrein“. Þessi leið hentar vel atvinnurekendum sem hafa launakerfi sem geta búið til textaskrár sem innhalda skilagreinar á rafrænu formi.

Sjá einnig hér upplýsingar á facebook, sauðfjárbændur.

Allar nánari upplýsingar og aðstoð veita starfsmenn sjóðsins.

LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA

Stórhöfða 23, 110 Reykjavík