Í ljósi fréttaflutnings í dag um að Lífeyrissjóður bænda hafi verið of seinn að lýsa 23,6 milljóna kröfu í Straum-Burðarás, vegna mistaka hjá Jöklum-Verðbréfum hf., vill Lífeyrissjóður bænda koma því á framfæri að sjóðurinn mun ekki verða fyrir tjóni vegna þessa. Frágengið er að Jöklar-Verðbréf hf., sem annast fjárvörslu fyrir sjóðinn, muni bæta sjóðnum þessi mistök.