Fjársýsla ríkisins innheimtir iðgjöld og mótframlag af beingreiðslum bænda sem þeirra njóta. Þeir þurfa því ekki að senda sérstakar skilagreinar vegna mótframlagsins. Iðgjöld þeirra, er ekki njóta beingreiðslna, innheimtir sjóðurinn eftir sem áður mánaðarlega með greiðsluseðlum. Gjalddagi er þá 10. dagur næsta mánaðar eftir launatímabil og eindagi 20 dögum síðar. Þessi innheimta á eingöngu við um þá bændur sem reikna sér laun. Lögaðilar, þar sem búrekstrarformi er þannig háttað að aðilar að búrekstrinum fá greidd laun mánaðarlega, skulu skila iðgjöldum og mótframlagi beint til sjóðsins.