Frá 1. janúar 2003 eru makar bænda sem ekki starfa að búrekstri, þ.e. reikna sér hvorki laun í landbúnaði né þiggja laun fyrir búrekstur frá eigin einkahlutafélagi eða félagsbúi, sjálfkrafa undanþegnir aðild að Lífeyrissjóði bænda.

Meginbreytingin er sú að:

  • Ekki þarf lengur að sækja um undanþágu maka frá sjóðsaðild.
  • Iðgjöldum er ekki skipt á milli hjóna/sambýlisfólks.
  • Maki sem reiknar sér ekki laun í landbúnaði en greiðir þó ekki að fullu í annan lífeyrissjóð getur óskað eftir aðild að sjóðnum. Í slíkum tilvikum þarf bóndinn að sækja um skiptingu iðgjalda sinna á milli þeirra í hæfilegum hlutföllum.