Stjórn Lífeyrissjóðs bænda hefur ráðið Völu Rebekku Þorsteinsdóttur, lögfræðing, sem framkvæmdastjóra sjóðsins frá og með 8. júní sl. Vala er ekki alls ókunnug sjóðnum en hún var skipuð tímabundið í stól framkvæmdastjóra í byrjun maí síðastliðinn. Auk þess sat hún í stjórn sjóðsins frá 1. september 2008 og þar til hún var skipuð framkvæmdastjóri. Vala tók við stöðunni af Sigurbjörgu Björnsdóttur sem hafði starfað hjá sjóðnum síðan 1983, þar af sem framkvæmdastjóri síðan 1995. Sigurbjörgu eru við þessi tímamót þökkuð einstaklega vel unnin og góð störf fyrir sjóðinn