Samkvæmt kjarasamningum fyrr á þessu ári stofnuðu ASÍ og SA endurhæfingarsjóð með það að markmiði „að draga markvisst úr líkum á því að starfsmenn hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum.“ Almennu lífeyrissjóðirnir annast innheimtu á 0,13% framlagi atvinnurekenda í þennan sjóð. Endurhæfingarsjóðurinn er á vegum stéttarfélaganna en ekkert stéttarfélag er tengt Lífeyrissjóði bænda og hann ekki einn af almennu lífeyrissjóðunum. Lífeyrissjóður bænda innheimtir því ekki framlag í Endurhæfingarsjóð.