Iðgjöld bænda sem eru með reiknað endurgjald í landbúnaði í staðgreiðslu og njóta ekki beingreiðslna eru nú innheimt með greiðsluseðlum. Fyrsti gjalddagi iðgjalds ársins 2001 var 10. júní var þá innheimt fyrir tímabilið janúar – maí. Eindagi greiðslu er 10. júlí. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga sé ekki greitt fyrir eindaga. Framvegis verður iðgjaldið innheimt mánaðarlega, þ.e. 10. júlí með eindaga 10. ágúst og síðan koll af kolli.